Fréttir

Berglind Ósk verður 2. varaformaður atvinnuveganefndar

Berglind Ósk verður 2. varaformaður atvinnuveganefndar

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, verður 2. varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis í fæðingarorlofi Hildar Sverrisdóttur.

Njáll Trausti verður varaformaður fjárlaganefndar

Njáll Trausti verður varaformaður fjárlaganefndar

Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, var kjörinn 1. varaformaður fjárlaganefndar á fundi Alþingis 2. maí í stað Haraldar Benediktssonar sem hefur látið af þingmennsku og tekið við bæjarstjóraembætti á Akranesi. Njáll Trausti hættir í utanríkismálanefnd samhliða þessu og tekur Diljá Mist Einarsdóttir við varaformennsku í nefndinni.

Landsbyggðin mótmælir ákvörðun innviðaráðherra og Reykjavíkurborgar

Landsbyggðin mótmælir ákvörðun innviðaráðherra og Reykjavíkurborgar

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í 14 sveitarfélögum hafa í sameiginlegri yfirlýsingu lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma Reykjavíkurborgar og innviðaráðuneytisins um að hefja jarðvegsframkvæmdir í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar sem setji framtíðaröryggi landsbyggðanna í uppnám.

Bæjarmálafundur 17. apríl

Bæjarmálafundur 17. apríl

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á veitingastaðnum EYR (aðalsal) mánudaginn 17. apríl kl. 17:30. Rætt td um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 (fyrri umræða fer nú fram í bæjarstjórn), uppbyggingu á háskólasvæði, reglur Akureyrarbæjar um fjárhagsaðstoð og rafræna vöktun, breytingu á samþykkt um Listasafnið, reglur um lokun gatna og nýtt leikskólahúsnæði. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Fundur með Guðlaugi Þór og Njáli Trausta 12. apríl

Fundur með Guðlaugi Þór og Njáli Trausta 12. apríl

Sjálfstæðisfélag Akureyrar boðar til fundar á Flugsafninu á Akureyrarflugvelli miðvikudaginn 12.apríl klukkan 17:30. Gestir fundarins verða Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra og Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Allir velkomnir.

Aðalfundur kjördæmisráðs - ályktun um orku- og loftslagsmál

Aðalfundur kjördæmisráðs - ályktun um orku- og loftslagsmál

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn á Hallormsstað laugardaginn 18. mars sl. Fundurinn var að venju vel sóttur og mikil dagskrá. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, erindi um innra starf flokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra flutti erindi um stöðu orkumála.

Fundur með Jóni Gunnarssyni 25. mars

Fundur með Jóni Gunnarssyni 25. mars

Sjálfstæðisfélag Akureyrar heldur fund með Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra, á veitingastaðnum Eyr laugardaginn 25. mars kl. 10:00. Jón mun flytja framsögu og svara fyrirspurnum. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook