Lög Málfundafélagsins Sleipnis

I. kafli: Nafn og tilgangur

1. gr.
Félagiđ heitir Málfundafélagiđ Sleipnir, og starfar sem Málfundafélag Sjálfstćđisflokksins á Akureyri. Félagiđ hefur ađild ađ Verkalýđsráđi Sjálfstćđisflokksins.

2. gr.
Markmiđ félagsins er ađ tala máli sjálfstćđisstefnunnar, sem hefur einstaklings- og atvinnufrelsi ađ leiđarljósi, og berjast fyrir hagsmunum Akureyrar.

3. gr.
Markmiđum ţessum hyggst félagiđ ná međ ţví ađ fylgja Sjálfstćđisflokknum eindregiđ ađ málum, styđja hann viđ kosningar og vinna ađ hugsjónum hans. Félagiđ starfar eftir skipulagsreglum Sjálfstćđisflokksins.

II. kafli: Međlimir

4. gr.
Einstaklingar međ lögheimili í sveitarfélaginu Akureyri, sem ekki eru félagar í öđrum stjórnmálaflokkum en Sjálfstćđisflokknum, geta sótt um ađild ađ félaginu. Inntökubeiđnir skulu međhöndlađar í samrćmi viđ skipulagsreglur Sjálfstćđisflokksins.

5. gr.
Stjórn félagsins getur vikiđ úr félaginu hverjum ţeim sem ađ hennar áliti brýtur lög félagsins eđa vinnur gegn stefnu ţess. Til ţess ţarf öll atkvćđi stjórnar. Áfrýja má slíkri ákvörđun til stjórnar fulltrúaráđs sjálfstćđisfélaganna á Akureyri.

III. kafli: Stjórn félagsins og starfsemi

6. gr.
Málefni félagsins annast stjórn félagsins, nefndir sem stjórnin kýs sér til ađstođar, fulltrúaráđ og almennir fundir.

7. gr.
a) Í stjórn félagsins sitja 5 menn ađ formanni međtöldum. Formađur skal kjörinn sérstaklega. Stjórnin er kjörin á ađalfundi félagsins til eins árs í senn. Einnig skal kjósa ţrjá í varastjórn félagsins.

b) Á fyrsta stjórnarfundi eftir ađalfund skal stjórnin skipta međ sér verkum. Kosiđ skal um embćtti varaformanns og ritara.

c) Láti formađur af embćtti tekur varaformađur sjálfkrafa viđ formennsku. Víki stjórnarmađur skal fyrsti varamađur taka fast sćti sem ađalmađur í stjórn. Taki enginn varamanna sćti skal bođa til félagsfundar og kjósa nýjan stjórnarmann og varamenn.

8. gr.
Stjórnarfundi skal halda svo oft sem ţurfa ţykir. Formađur bođar til ţeirra og stýrir ţeim nema annađ sé ákveđiđ. Stjórnarfundi skal ađ jafnađi bođa međ sólarhrings fyrirvara. Stjórnarfundur er löglegur er meirihluti stjórnarmanna situr fund. Óski fjórđungur stjórnar eftir stjórnarfundi ber ađ halda hann innan viku frá ţví formanni berst slík ósk. Öllum stjórnarmönnum er heimilt ađ leggja fram ályktanir á stjórnarfundi. Ályktanir í nafni félagsins verđa ađ hljóta a.m.k. samţykki 3 af 5 stjórnarmönnum félagsins.

9. gr.
Ađalfund félagsins skal halda árlega og ekki síđar en 15. febrúar og skal bođa til hans međ minnst viku fyrirvara. Meirihluti stjórnar ákveđur fundartíma ađalfundar. Allar kosningar á ađalfundi skulu vera bundnar og skriflegar sé ţess sérstaklega óskađ. Einfaldur meirihluti rćđur úrslitum mála og kjöri á ađalfundinum, sbr. ţó 14. gr. Verđi atkvćđi jöfn, rćđur hlutkesti. Dagskrá ađalfundar skal vera sem hér segir:

            1) Skýrsla stjórnar
            2) Umrćđa um skýrslu stjórnar
            3) Lagabreytingar
            4) Kosning formanns
            5) Kosning stjórnar og varastjórnar
            6) Kosning í fulltrúaráđ og kjördćmisráđ
            7) Önnur mál

Samţykki ađalfundar ţarf til viđ breytingu á röđun dagskrár.

10. gr.
Stjórn félagsins er sjálfkjörin í fulltrúaráđ sjálfstćđisfélaganna á Akureyri, skv. lögum fulltrúaráđs.

11. gr.
Stjórn félagsins skal tryggja starfsemi sem líkleg er til ađ efla félagiđ og styrkja málstađ ţess. Fund skal halda ef minnst 10 félagsmenn krefjast ţess í bréfi til stjórnarinnar. Fundir félagsins skulu vera opnir og bođađir eins vel og kostur er á.

IV. kafli: Tekjur

12. gr.
Árgjald félagsmanna er frjálst.

13. gr.
Reikningstímabil félagsins er almanaksáriđ.


V. kafli: Lagabreytingar

14. gr.
Lögum ţessum má ađeins breyta á ađalfundi og ţarf 2/3 atkvćđa allra fundarmanna til ađ breytingin nái fram ađ ganga.

15. gr.
Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síđar en fimm sólarhringum fyrir ađalfund.

16. gr.
Lög ţessi öđlast ţegar gildi.

 


Samţykkt á ađalfundi 5. febrúar 2015

Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook