Alţingismenn Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi

Kristján Ţór Júlíusson  sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra
Kristján Ţór fćddist á Dalvík 15. júlí 1957. Hann ólst upp á Dalvík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og 1. og 2. stigi skipstjórnar frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Ađ auki á hann ađ baki nám í íslensku og almennum bókmenntum viđ Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufrćđi viđ sama skóla. Kristján Ţór var stýrimađur og skipstjóri á skipum frá Dalvík og kenndi viđ Stýrimannaskólann á Dalvík og einnig viđ Dalvíkurskóla.

Kristján Ţór var bćjarstjóri á Dalvík 1986-1994, bćjarstjóri á Ísafirđi 1994-1997 og bćjarstjóri á Akureyri 1998-2007. Kristján Ţór var oddviti Sjálfstćđisflokksins á Akureyri 1998-2007. Hann sat í bćjarstjórn Akureyrar 1998-2010 og var forseti bćjarstjórnar Akureyrar 2007-2009.

Kristján Ţór var kjörinn oddviti Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi í prófkjöri í nóvember 2006 og hefur setiđ á Alţingi frá vorinu 2007. Kristján Ţór var 2. varaformađur Sjálfstćđisflokksins 2012-2013. 

Kristján Ţór hefur veriđ sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra í ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks, VG og Framsóknarflokks frá 30. nóvember 2017 en var áđur mennta- og menningarmálaráđherra í ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks, Viđreisnar og Bjartrar framtíđar 2017 auk ţess ađ vera ráđherra norrćns samstarfs. Kristján Ţór var heilbrigđisráđherra í ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks 2013-2017.

Kristján Ţór sat í fjárlaganefnd 2007-2013, iđnađarnefnd 2007-2009, umhverfisnefnd 2009-2011, Íslandsdeild Norđurlandaráđs 2007-2009 og Íslandsdeild ţingmannaráđstefnunnar um norđurskautsmál 2009-2013.

Eiginkona Kristjáns Ţórs er Guđbjörg Ringsted, grafíklistamađur, og eiga ţau fjögur börn; Maríu, Júlíus, Gunnar og Ţorstein, og ţrjú barnabörn.


Njáll Trausti Friđbertsson  alţingismađur
Njáll Trausti er fćddur í Reykjavík 31. desember 1969 og uppalinn á Seltjarnarnesi. Hann útskrifađist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1990 og útskrifađist sem viđskiptafrćđingur frá Háskólanum á Akureyri 2004. Veturinn 1987-1988 var Njáll skiptinemi í Delaware í Bandaríkjunum.


Njáll Trausti hefur starfađ í flugturninum á Akureyri sem flugumferđarstjóri frá árinu 1991. Hann stóđ ásamt fleirum ađ stofnun Hjartans í Vatnsmýri, sem safnađi 70.000 undirskriftum til stuđnings Reykjavíkurflugvelli, áriđ 2013 og er annar formanna ţess.

Njáll Trausti var bćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri 2014-2017 og varabćjarfulltrúi 2010-2014. Njáll Trausti sat í framkvćmdaráđi Akureyrarbćjar 2010-2017 og í stjórn Norđurorku 2011-2017. Njáll Trausti var formađur Sjálfstćđisfélags Akureyrar og varaformađur fulltrúaráđs 2012-2014. Hann sat í umhverfis- og samgöngunefnd Sjálfstćđisflokksins, kjörinn á landsfundi, 2012-2018.

Njáll Trausti hefur setiđ á Alţingi frá árinu 2016. Hann er varaformađur utanríkismálanefndar frá 2020 og hefur setiđ í atvinnuveganefnd og er formađur Íslandsdeildar Nató-ţingsins frá 2017. Hann sat í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, í Íslandsdeild vestnorrćna ráđsins og Íslandsdeild ţingmannaráđstefnunnar um norđurskautsmál 2017 og í fjárlaganefnd 2017-2020. Njáll Trausti var kjörinn oddviti Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi í prófkjöri í maí 2021.

Á ţingferli sínum hefur Njáll Trausti leitt starfshóp um skosku leiđina í innanlandsfluginu og alţjóđaflugvallakerfiđ, veriđ varaformađur vísinda- og tćkninefndar Nató-ţingsins og setiđ t.d. í starfshóp um orkustefnu, Norđurslóđastefnu og framtíđarnefnd forsćtisráđherra.

Njáll hefur tekiđ virkan ţátt í félagsstörfum og međal annars veriđ formađur Góđvina Háskólans á Akureyri. Njáll hefur veriđ virkur ţátttakandi í starfi Round Table um árabil og sinnt ţar ýmsum trúnađarstörfum og t.d. veriđ landsforseti Round Table á Íslandi.


Njáll Trausti er kvćntur Guđrúnu Gyđu Hauksdóttur, hjúkrunarfrćđingi, og eiga ţau tvo syni; Stefán Trausta og Patrek Atla, og eitt barnabarn; Elenu.


 

Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Kosningamiđstöđ: Glerárgötu 28; opiđ 16:00-20:00 |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson | XD-NA á facebook