Varabćjarfulltrúar Sjálfstćđisflokksins á Akureyri

Ţórhallur Jónsson og Hildur Brynjarsdóttur voru kjörin varabćjarfulltrúar Sjálfstćđisflokksins á Akureyri í kosningunum 14. maí sl.

Kjörtímabil fráfarandi varabćjarfulltrúa rennur út sunnudaginn 29. maí nk. ţegar kjörtímabilinu 2018-2022 lýkur lögformlega.

Upplýsingar um varabćjarfulltrúa verđa uppfćrđar mánudaginn 30. maí ţegar nýtt kjörtímabil er formlega hafiđ.


Lára Halldóra Eiríksdóttir
Lára Halldóra er fćdd á Akureyri 23. apríl 1973. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri áriđ 1993 og BEd. prófi frá Kennaraháskóla Íslands áriđ 1997.

Lára hefur starfađ viđ kennslu í yfir tvo áratugi, bćđi viđ Hofsstađaskóla í Garđabć og lengst af viđ Giljaskóla á Akureyri.

Lára hefur alla tíđ tekiđ virkan ţátt í félagsmálum. Hún var m.a. formađur Bandalags kennara á Norđurlandi eystra í 5 ár ţar sem hún tók virkan ţátt í kjarabaráttu kennara.

Lára sat í stjórn Sjálfstćđisfélags Akureyrar 2016-2019 - einnig er hún í stjórn Fimleikafélags Akureyrar og sat í Heilbrigđisnefnd Norđurlands eystra 2016-2018. Lára hefur veriđ í áfallateymi Rauđa krossins á Akureyri frá stofnun ţess. Ţekking Láru á skóla-, íţrótta- og velferđarmálum er víđtćk bćđi í gegnum störf og ţátttöku í félagsstarfi. 

Lára var gift Jóni Torfa Halldórssyni, yfirlćkni á Heilsugćslustöđinni á Akureyri, og eiga ţau fjögur börn.

Lára Halldóra var kjörin í bćjarstjórn 2022. Áđur var hún varabćjarfulltrúi og sat í velferđarráđi Akureyrarbćjar 2018-2022 auk ţess ađ vera varamađur í bćjarráđi 2018-2019.


 

Ţórhallur Harđarson
Ţórhallur fćddist á Húsavík 12. janúar 1973. Hann er menntađur viđskiptafrćđingur međ MLM mastersgráđu (Leadership and Management/forysta og stjórnun) og einnig útskrifađur úr Hótel- og veitingaskóla, er lćrđur matreiđslumađur. Ţórhallur sótti diplómunám í rekstrarfrćđi viđ HA.

Frá ţví í janúar 2015 hefur Ţórhallur búiđ og starfađ á Akureyri fyrst sem mannauđsstjóri og síđar fjármálastjóri hjá Heilbrigđisstofnun Norđurlands (HSN) sem er sameinuđ stofnun sex heilbrigđisstofnana á Norđurlandi. Áđur var hann rekstrarstjóri, fulltrúi forstjóra og forstjóri hjá Heilbrigđisstofnun Austurlands (HSA).

Áđur átti hann og rak ásamt maka og foreldrum Fosshótel Húsavík sem einnig rak um tíma Gamla Bauk veitingahús og skólamötuneyti Borgarholtsskóla á Húsavík. Ţá starfađi Ţórhallur sem veitingastjóri fyrir Bandaríkjaher.

Ţórhallur var gjaldkeri stjórnar kjördćmisráđs Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi 2014-2021 og sat í stjórn Sjálfstćđisfélags Akureyrar um nokkurra ára skeiđ. Var ţar áđur í stjórnum sjálfstćđisfélaganna á Fljótsdalshérađi, Fljótsdalshrepp og Borgarfirđi Eystra í samtals sjö ár - var formađur félaga og líka fulltrúaráđsins.

Ţórhallur hefur veriđ virkur í félagsmálastörfum. Hefur starfađ í Round Table í 23 ár og veriđ formađur klúbba, forseti landssamtakanna ásamt ţví ađ gegna hlutverki alţjóđatengslafulltrúa. Hann var formađur og gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Hattar á Egilsstöđum í fjögur ár.

Ţórhallur er kvćntur Anítu S. Pétursdóttur og eiga ţau ţrjú börn: Sćvar Inga, Kolbrúnu Perlu og Telmu Ósk.

Ţórhallur var varabćjarfulltrúi 2018-2022, sat í frćđsluráđi Akureyrarbćjar 2017-2022 og í umhverfis- og mannvirkjaráđi frá 2022.
 


 

Ţórunn Sif Harđardóttir
Ţórunn Sif er fćdd á Húsavík 19. desember 1965. Frá árinu 1982 hefur Ţórunn Sif búiđ á Akureyri og hefur ađallega unniđ viđ skrifstofustörf.

Ţórunn Sif var framkvćmdastjóri Skíđasambands Íslands og var um langt skeiđ starfsmannastjóri Becromal og TDK á Akureyri.

Ţórunn Sif hefur starfađ fyrir Skíđafélag Akureyrar um langt árabil og veriđ formađur barna- og unglingadeildar félagsins.

Ţórunn Sif var varabćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri 2021-2022 og varamađur í skipulags- og framkvćmdaráđi á tímabilinu. Ţórunn Sif var áđur varabćjarfulltrúi 2016-2018 og sat í frístundaráđi 2017-2018, í stjórn Atvinnuţróunarfélags Eyjafjarđar 2016-2018 og í íţróttaráđi 2014-2017.

Ţórunn Sif er gift Tómasi Inga Jónssyni. Ţau eiga tvo syni: Arnór Inga og Róbert Inga. Barnabörnin eru ţrjú: Júlía Sól, Ívan Breki og Tómas Orri.  

Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Ađsetur: Sjallinn (Glerárgötu 7)  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson   XD-AK á facebook