Fréttir

Aðalfundur kjördæmisráðs 13. mars - tillaga lögð fram um prófkjör

Aðalfundur kjördæmisráðs 13. mars - tillaga lögð fram um prófkjör

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldinn á Zoom laugardaginn 13. mars nk. kl. 10:00. Á fundinum verður lögð fram tillaga stjórnar kjördæmisráðs um að prófkjör fari fram við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi við þingkosningar í haust.

Leyfist mér að fá hausverk um helgar?

Leyfist mér að fá hausverk um helgar?

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, varabæjarfulltrúi, fjallar í grein um lyfjalögin - markmið þeirra sé að tryggja framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og hagkvæmri dreifingu á samkeppnisgrundvelli. Regluverkið búi þó til hindranir fyrir aðgengi að nauðsynlegri vöru og draga megi í efa að markmiði laganna sé náð með skilvirkum hætti.

Bæjarmálafundur 1. mars

Bæjarmálafundur 1. mars

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi og í fjarfundi á Zoom mánudaginn 1. mars kl. 17:30. Rætt t.d. um nýja skíðalyftu, tillögur um uppbyggingu í Tónatröð, aðalskipulagsbreytingar á Oddeyri, málefni Öldrunarheimila Akureyrar, staðsetningu HSN norðan Glerár, miðbæjarskipulag og lögreglusamþykkt Akureyrar.

Að loknum aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri

Að loknum aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri

Ásgeir Örn Blöndal var endurkjörinn formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri á aðalfundi í Kaupangi í kvöld. Ásgeir Örn hefur gegnt formennsku frá árinu 2018.

Umræðufundur með Njáli Trausta 27. febrúar

Umræðufundur með Njáli Trausta 27. febrúar

Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Kaupangi laugardaginn 27. febrúar kl. 10:00. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Allir velkomnir - heitt á könnunni. 

Konur í meirihluta stjórnar Sjálfstæðisfélags Akureyrar

Konur í meirihluta stjórnar Sjálfstæðisfélags Akureyrar

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar var haldinn í Kaupangi á mánudag. Jóhann Gunnar Kristjánsson var endurkjörinn formaður félagsins. Konur eru í meirihluta stjórnar.

Aðalfundur Varnar 23. febrúar

Aðalfundur Varnar 23. febrúar

Aðalfundur Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri, verður haldinn í Kaupangi þriðjudaginn 23. febrúar nk. kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Við bjóðum nýjar félagskonur sérstaklega velkomnar. Fundurinn verður haldinn í samræmi við sóttvarnarreglur.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook