Fréttir

Akureyri til forystu

Akureyri til forystu

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, skrifar um ákvörðun sína að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála - efla þá reynslu og þekkingu sem byggst hefur upp hér í málaflokknum.

Fundur með Njáli Trausta og Þorvaldi Lúðvík 21. maí

Fundur með Njáli Trausta og Þorvaldi Lúðvík 21. maí

Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Sjallanum laugardaginn 21. maí kl. 11:00. Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri NiceAir, flytja framsögu og svara fyrirspurnum. Rætt um uppbyggingu Akureyrarflugvallar, ferðaþjónustuna á Norður- og Austurlandi og NiceAir - kynning á fyrirtækinu og framtíðaráhorfum þess. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Að loknum kosningum

Að loknum kosningum

"Þá er þessari lærdómsríku og skemmtilegu kosningabaráttu lokið. Á bakvið Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri er ótrúlega flottur hópur af frábæru fólki sem lagði á sig gríðarlega mikla vinnu fyrir okkur Sjálfstæðismenn, fyrir það erum við þakklát. Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu okkur stuðning, takk fyrir traustið." Heimir Örn og Lára Halldóra.

Ánægjuleg efri ár á Akureyri okkar allra

Ánægjuleg efri ár á Akureyri okkar allra

"Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara." Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari - skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Kjörstaðir í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí

Kjörstaðir í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí

Á kjördegi er kosið í Verkmenntaskólanum á Akureyri (kosið milli kl 9:00-22:00), í Hríseyjarskóla og í Grímseyjarskóla.

Kjósum rétt fyrir Akureyri okkar allra

Kjósum rétt fyrir Akureyri okkar allra

"Stefna Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er framsýn og byggir á heildstæðri nálgun sem öll miðar að því að fjölga íbúum og atvinnutækifærum. Þannig er hægt að auka tekjur bæjarins og hraða þeirri uppbyggingu sem víða er kallað eftir. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt framförum og festu. Á Akureyri okkar allra skiptir það miklu máli." Heimir Örn Árnason, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Stoðþjónusta í skólum á Akureyri okkar allra

Stoðþjónusta í skólum á Akureyri okkar allra

"Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri leggur ríka áherslu á að stoðþjónusta leik- og grunnskóla færist í auknum mæli inn í skólana sjálfa þannig að nemendur fái viðeigandi þjónustu sérfræðinga, s.s. talmeinafræðinga, sálfræðinga og þroskaþjálfa innan veggja skólans. Einnig er mikilvægt að kennarar hafi greiðan aðgang að stuðningi og ráðgjöf hvort heldur sem er kennsluráðgjafa eða annarra fagstétta." Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari - skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Aðsetur: Sjallinn (Glerárgötu 7)  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson   XD-AK á facebook