Fréttir

Að loknum aðalfundi Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri

Að loknum aðalfundi Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri

Aðalfundur Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri var haldinn á Kaffihúsinu Lyst 20. febrúar sl. Hildur Brynjarsdóttir var kjörin formaður Varnar og hafði betur í formannsslag við Anítu Pétursdóttur. Svava Þ. Hjaltalín lét af formennsku í félaginu en hún hafði verið formaður félagsins frá árinu 2012.

Bæjarmálafundur 20. febrúar

Bæjarmálafundur 20. febrúar

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á veitingastaðnum EYR (aðalsal) mánudaginn 20. febrúar kl. 17:30. Rætt td um breytingu á nefndum, breytingar á bæjarmálasamþykkt vegna barnaverndar, gatnagerðargjöld, húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar, málefni Grímseyjar og stefnuáætlun UMSA. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Aðalfundar Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri, 20. febrúar

Aðalfundar Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri, 20. febrúar

Aðalfundur Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri, verður haldinn í Kaffi Lyst mánudaginn 20. febrúar nk. kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. 

Að loknum aðalfundi Varðar, f.u.s. á Akureyri

Að loknum aðalfundi Varðar, f.u.s. á Akureyri

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hélt í dag stjórnmálaskóla og einnig aðalfund sinn. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir var kjörin formaður Varðar í stað Kristjáns Blæs Sigurðssonar sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hulda Dröfn er önnur konan sem gegnir formennsku í sögu félagsins.

Til fundar við fólk um land allt

Til fundar við fólk um land allt

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins heldur nú til fund­ar við lands­menn. Fimmta árið í röð fer þing­flokk­ur­inn í hring­ferð og hitt­ir fólk í sinni heima­byggð, á stór­um jafnt sem smá­um fund­um á vinnu­stöðum, fé­lags­heim­il­um og í heima­hús­um um land allt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður, og Vilhjálmur Árnason, ritari, skrifa um ferðina.

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn á Múlabergi, Hafnarstræti 87-89, fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 19:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Sérstakur gestur fundarins verður Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins

Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri

Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri

Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn á Múlabergi, Hafnarstræti 87-89, fimmtudaginn 23. febrúar nk. kl. 20:15. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Sérstakur gestur fundarins verður Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook