Allar greinar

Þegar á móti blæs

Þegar á móti blæs

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, skrifar um ríkisfjármálin eftir uppstokkun í ríkisstjórn. "Á þessum tímamótum þurfum við að skerpa betur á hlutverki ríkisins og tryggja að fjármunir almennings nýtist með sem hagkvæmustum hætti og fari raunverulega í þau verkefni sem snúa að nauðsynlegri þjónustu við fólkið í landinu."

NATÓ í 75 ár - erindið aldrei brýnna

NATÓ í 75 ár - erindið aldrei brýnna

Í dag eru 75 ár síðan Bjarni Bene­dikts­son eldri und­ir­ritaði Atlants­hafs­sátt­mál­ann fyr­ir Íslands hönd. Ísland var meðal tólf stofn­ríkja Nató-banda­lags­ins, en á þeim tíma voru hörm­ung­ar seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar enn í fersku minni og vax­andi spennu farið að gæta milli lýðræðis­ríkja í vestri og alræðis­ríkja und­ir ægi­valdi Sov­ét­ríkj­anna í austri. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, fer yfir mikilvægi Nató í grein.

Óboðleg vinnubrögð

Óboðleg vinnubrögð

26 oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins skrifa í dag grein um óboðleg vinnubrögð Heiðu Bjargar Hilmarsdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í nýlokinni kjarasamningagerð. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, er einn þeirra sem stendur að greininni.

Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum

Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum

Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, fjallar í grein um að Akureyrarbær standi ekki í vegi fyrir undirskrift á kjarasamningum. Sveitarfélögin geri sér grein fyrir því að allir aðilar þurfi að koma að borðinu í kjaraviðræðum til að ná grunnmarkmiðunum, sem er að bæta kaupmátt í landinu - aðgerðir sem ná niður verðbólgu og gefa grundvöll til vaxtalækkunar eru lykilatriði í því efnum.

Halldóri Blöndal þakkað

Halldóri Blöndal þakkað

Halldór Blöndal, fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, lætur í dag af formennsku í SES - Samtökum eldri sjálfstæðismanna. Í grein fer Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yfir pólitískt starf Halldórs gegnum árin og forystu í SES í 15 ár.

Í krafti stærðar sinnar

Í krafti stærðar sinnar

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um tækifærin sem liggja í sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst sem auka mun gæði og framboð náms og efla byggðahlutverk háskólans í krafti stærðar sinnar.

Hugleiðingar um áramót

Hugleiðingar um áramót

Við áramót fer Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, yfir stöðuna á hinum pólitíska vettvangi, málefni nærsamfélagsins og þau krefjandi verkefni sem hafa sett mark sitt á samfélagið á þingmannsferli hans; t.d. Aðventustorminn, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og eldvirkni á Reykjanesskaga.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook