Flýtilyklar
-
Fundur með Njáli Trausta og Þorvaldi Lúðvík 21. maí
Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Sjallanum laugardaginn 21. maí kl. 11:00. Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri NiceAir, flytja framsögu og svara fyrirspurnum. Rætt um uppbyggingu Akureyrarflugvallar, ferðaþjónustuna á Norður- og Austurlandi og NiceAir - kynning á fyrirtækinu og framtíðaráhorfum þess. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Að loknum kosningum
15.05.2022 | Fréttir"Þá er þessari lærdómsríku og skemmtilegu kosningabaráttu lokið. Á bakvið Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri er ótrúlega flottur hópur af frábæru fólki sem lagði á sig gríðarlega mikla vinnu fyrir okkur Sjálfstæðismenn, fyrir það erum við þakklát. Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu okkur stuðning, takk fyrir traustið." Heimir Örn og Lára Halldóra. -
Kjörstaðir í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí
13.05.2022 | FréttirÁ kjördegi er kosið í Verkmenntaskólanum á Akureyri (kosið milli kl 9:00-22:00), í Hríseyjarskóla og í Grímseyjarskóla. -
Kosningakaffi og kosningavaka
12.05.2022 | FréttirVið bjóðum í kosningakaffi og kosningavöku Sjálfstæðisflokksins á Akureyri á kosningaskrifstofunni í Sjallanum, Glerárgötu 7, á kjördegi 14. maí. Kosningakaffið verður kl. 14:00-17:00 og kosningavakan frá kl. 21:30. Allir hjartanlega velkomnir! -
Akureyri styrkt sem höfuðstaður norðurslóða
11.05.2022 | FréttirGuðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að hækka árleg fjárframlög ráðuneytisins til CAFF og PAME um 50%. Um er að ræðaskrifstofur Norðurskautsráðsins sem hafa aðsetur á Akureyri. Ákvörðun ráðherra mun styrkja Akureyri sem höfuðstað norðurslóða og stuðla að því að Ísland verði áfram leiðandi afl í Norðurskautsráðinu. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á tímum heimsfaraldurs tókst vel til í formennskutíð Íslands í Norðurskautsráðinu. Þátttaka í ráðinu hefur lengi verið forgangsmál stjórnvalda og lagði Guðlaugur Þór sérstaka áherslu á málefni Norðurslóða í starfi sínu sem utanríkisráðherra og á leiðandi hlutverk Íslands sem formennskuríkis enda gafst þar gott tækifæri til þess að láta til sín taka á alþjóðlegum vettvangi. -
Pizzahádegi á kosningaskrifstofunni 10. og 12. maí
09.05.2022 | FréttirFrambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri bjóða í hádegisspjall og pizzu á kosningaskrifstofuna í Sjallanum þriðjudaginn 10. maí og fimmtudaginn 12. maí nk. Hlökkum til að hitta ykkur! -
Eurovision-partý 10. maí
08.05.2022 | FréttirEurovision-partý verður á kosningaskrifstofunni í Sjallanum þriðjudagskvöldið 10. maí. Við ætlum að horfa saman á beina útsendingu frá fyrri undankeppni Eurovision í Tórínó þar sem Systur stíga á svið fyrir hönd Íslands. Útsendingin byrjar kl. 19:00. Pub-Quiz að lokinni útsendingu. Léttar veitingar, bæði í mat og drykk. Allir velkomnir!
Nýjar greinar
-
Akureyri til forystu
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, skrifar um ákvörðun sína að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála - efla þá reynslu og þekkingu sem byggst hefur upp hér í málaflokknum. -
Ánægjuleg efri ár á Akureyri okkar allra
14.05.2022 | Greinar"Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara." Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari - skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri -
Kjósum rétt fyrir Akureyri okkar allra
13.05.2022 | Greinar"Stefna Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er framsýn og byggir á heildstæðri nálgun sem öll miðar að því að fjölga íbúum og atvinnutækifærum. Þannig er hægt að auka tekjur bæjarins og hraða þeirri uppbyggingu sem víða er kallað eftir. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt framförum og festu. Á Akureyri okkar allra skiptir það miklu máli." Heimir Örn Árnason, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri -
Stoðþjónusta í skólum á Akureyri okkar allra
13.05.2022 | Greinar"Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri leggur ríka áherslu á að stoðþjónusta leik- og grunnskóla færist í auknum mæli inn í skólana sjálfa þannig að nemendur fái viðeigandi þjónustu sérfræðinga, s.s. talmeinafræðinga, sálfræðinga og þroskaþjálfa innan veggja skólans. Einnig er mikilvægt að kennarar hafi greiðan aðgang að stuðningi og ráðgjöf hvort heldur sem er kennsluráðgjafa eða annarra fagstétta." Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari - skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. -
Kjósum gott veður
13.05.2022 | Greinar"Það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með kosningabaráttunni hér á Akureyri, þar sem jákvæðni og bjartsýni hefur einkennt hana. Á stuttum tíma hefur Heimir sett sig inn í málin af miklum áhuga og einlægni fyrir því að sinna sínu starfi vel. Á Akureyri er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn leiði meirihlutasamstarf." Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. -
Ungt fólk á Akureyri okkar allra
13.05.2022 | Greinar"Það er lykilatriði að unga fólkið mæti á kjörstað. Kosningaréttinum má aldrei taka sem sjálfsögðum hlut og okkur ber að nýta hann. Með því að kjósa höfum við bein áhrif á það hvaða fólk tekur sæti í bæjarstjórn og kemur til með að hafa áhrif á nærsamfélagið okkar til næstu ára. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum skýra framtíðarsýn og vitum að kominn er tími á breytingar og uppbyggingu." Sólveig María Árnadóttir, verkefnastjóri - skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.