Flýtilyklar
-
Bæjarmálafundur 2. október
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) mánudaginn 2. október kl. 17:30. Rætt t.d. um málefni hafnarinnar, Fallorku og efni á dagskrá bæjarstjórnar. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Bæjarmálafundur 18. september
15.09.2023 | FréttirBæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) mánudaginn 18. september kl. 17:30. Rætt t.d. um fyrirhugaða sameiningu framhaldsskólanna á Akureyri, árshlutauppgjör Akureyrarbæjar 2023 og skipulagsmál. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri vegna sameiningaráforma MA og VMA
13.09.2023 | FréttirBæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þau telja of geyst sé af stað farið með sameiningaráformum Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri og skora á þau sem að vinnunni koma að staldra við og endurskoða forsendur mögulegrar sameiningar. -
Umræðufundur með Guðrúnu og Njáli Trausta 14. september
10.09.2023 | FréttirMálfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) fimmtudaginn 14. september kl. 20:00. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, flytja framsögu og svara fyrirspurnum. Rætt um pólitísku stöðuna í upphafi þingvetrar og áherslur nýs ráðherra í málaflokki sínum. Heitt á könnunni - allir velkomnir. -
Bæjarmálafundur 4. september
01.09.2023 |Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) mánudaginn 4. september kl. 17:30. Rætt um t.d. skipulagsmál, stöðu leikskólamála á Akureyri, stöðu íþróttamála og framtíðarsýn fyrir Rósenborg. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Stjórnmálaályktun flokksráðsfundar
30.08.2023 |Frelsi og ábyrgð einstaklingsins, mannréttindi og jafnræði, eru hornsteinar stefnu Sjálfstæðisflokksins. Góð lífskjör og jafnrétti byggja á jöfnum tækifærum, menntun og fjárhagslegu sjálfstæði einstaklinga. Atvinnufrelsi og eignarréttur eru órjúfanlegur hluti frjáls samfélags. Velferð byggir á öflugu og frjálsu atvinnulífi. Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins 2023, sem haldinn var um sl. helgi á Hilton Reykjavík Nordica. Fundinn sóttu vel á fjórða hundrað manns. -
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í dag
26.08.2023 | FréttirBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, setti flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins með yfirlitsræðu sinni kl. 12:30 í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Bein útsending á netinu var samhliða fundarhöldum frá fundarstað með viðtölum þar sem tekin voru til umræðu ýmis mikilvæg málefni, m.a. efnahagsmál, öryggis- og varnarmál, alþjóðleg vernd, orkumál, nýsköpun, sveitarstjórnarmál og heilbrigðismál.
Nýjar greinar
-
„Vinkilkrókur“ við Blönduós – stytting hringvegar
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar í grein um styttingu þjóðvegarins. Hann telur forgangsmál að koma Húnavallaleið í nýja samgönguáætlun. Margt mæli með gerð nýs vegar og nefnir að Húnavallaleið sé talin ein af arðsömustu vegaframkvæmdum sem hægt er að fara í á Íslandi í dag auk þess sem umferðarsérfræðingar telji að styttingin ein og sér muni leiða til færri óhappa og slysa en á núverandi vegi. -
Óheilindi hverra?
07.05.2023 | GreinarRagnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður, skrifar um málefni Reykjavíkurflugvallar og bendir á að þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknarflokksins sé hrópandi og mikið stílbrot gagnvart þeim samhljómi sem hingað til hefur ríkt. -
Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins
05.05.2023 | GreinarNjáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um varaflugvallagjaldið og uppbyggingu flugvallakerfisins í ljósi þess að lagt hafi verið fram á þingi frumvarpi um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð sem tryggi flugöryggi. -
Tilefni til að afnema ríkiseinokun
03.05.2023 | GreinarBerglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, skrifar um nýja stofnun, Mennta- og skólaþjónustustofu, sem kemur í stað Menntamálastofnunar. Mikilvægt sé að nýta tækifærið til breytinga á útgáfustarfsemi í menntamálum og afnema einokun ríkisins á útgáfu námsgagna, menntun barnanna okkar til heilla. -
Til fundar við fólk um land allt
12.02.2023 | GreinarÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur nú til fundar við landsmenn. Fimmta árið í röð fer þingflokkurinn í hringferð og hittir fólk í sinni heimabyggð, á stórum jafnt sem smáum fundum á vinnustöðum, félagsheimilum og í heimahúsum um land allt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður, og Vilhjálmur Árnason, ritari, skrifa um ferðina. -
Við áramót
30.12.2022 | GreinarVið áramót fer Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, yfir liðið ár þar sem ber hæst að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með L-lista og Miðflokki að loknum kosningum í vor.