Varaţingmenn Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi

Valgerđur Gunnarsdóttir
Valgerđur fćddist á Dalvík 17. júlí 1955. Hún ólst upp á Dalvík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri áriđ 1975 og lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands í íslenskum frćđum og bókmenntum. Valgerđur lauk prófi í kennslu- og uppeldisfrćđum í Háskólanum á Akureyri og hefur auk ţess lokiđ diplómu í stjórnun og hefur ađ baki fjölbreytt starfstengd námskeiđ.

Valgerđur fluttist til Húsavíkur áriđ 1982. Ţar var hún ritari sýslumanns 1982-1983, bókari hjá Lífeyrissjóđnum Björgu 1983-1986 og gjaldkeri viđ Alţýđubankann á Húsavík 1986-1987. Valgerđur hóf kennslu viđ Framhaldsskólann á Húsavík áriđ 1987 og kenndi ţar til ársins 1999.

Valgerđur sat í bćjarstjórn Húsavíkur 1986-1998 fyrir Kvennalista og var forseti bćjarstjórnar 1994-1996. Valgerđur sat í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík 1987-1999, í stjórn Listaverkasjóđs Húsavíkur 1990-1994, menningarmálanefnd Húsavíkur 1994-1998, frćđslu- og menningarmálanefnd Húsavíkur 1998-1999 og stjórn Útgerđarfélagsins Höfđa 1986-1990.

Valgerđur var skólameistari Framhaldsskólans á Laugum 1999-2013 og veriđ skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík frá 2018. Valgerđur sat í stjórn Skólameistarafélags Íslands 2000-2013 og var formađur Skólameistarafélagsins 2009-2013 og auk ţess formađur Samstarfsnefndar framhaldsskóla á Norđurlandi 2006-2013.

Valgerđur sat á Alţingi á árunum 2013-2017. Hún var formađur umhverfis- og samgöngunefndar og sat í allsherjar- og menntamálanefnd 2017. Á árunum 2013-2017 var Valgerđur einn af varaforsetum Alţingis og sat í fjárlaganefnd og 
Íslandsdeild Norđurlandaráđs. Valgerđur er varaţingmađur frá alţingiskosningum 2017.

Eiginmađur Valgerđar er Örlygur Hnefill Jónsson, hérađsdómslögmađur, og eiga ţau ţrjú börn; Emilíu Ástu, Örlyg Hnefil og Gunnar Hnefil, og sex barnabörn.Arnbjörg Sveinsdóttir

Arnbjörg er fćdd 18. febrúar 1956, dóttir hjónanna Sveins Guđmundssonar frá Mýrarlóni viđ Akureyri og Guđrúnar Björnsdóttur frá Seyđisfirđi. Hún var alin upp á Seyđisfirđi ásamt ţremur systkinum. Arnbjörg tók landspróf frá Eiđum, ţriđja bekk í MA en fjórđa til sjötta í MR og lauk ţađan stúdentsprófi áriđ 1976. Arnbjörg lauk MBA gráđu frá HÍ áriđ 2012.

Á námsárum starfađi Arnbjörg viđ ýmislegt á Seyđisfirđi, t.d. í fiski, sem sundlaugarvörđur, viđ afgreiđslu Eimskips og Smyril, og kenndi í Seyđisfjarđarskóla veturinn eftir stúdentspróf. Á međan hún bjó um tíma í Reykjavík vann Arnbjörg hjá launadeild Ríkisspítalanna. Eftir ađ austur var komiđ ađ nýju starfađi Arnbjörg á skrifstofu Fiskvinnslunnar og Gullbergs og loks sem fjármála- og skrifstofustjóri Fiskvinnslu Dvergasteins.

Arnbjörg var kjörin á Alţingi fyrir Austurlandskjördćmi áriđ 1995 og sat ţar samfellt til ársins 2003 og svo aftur fyrir Norđausturkjördćmi á árunum 2004-2009. Arnbjörg var ţingflokksformađur Sjálfstćđisflokksins 2005-2009 og sat ađ auki í mörgum nefndum Alţingis á ţingferli sínum, t.d. sem formađur félagsmálanefndar. Arnbjörg var varaţingmađur 2009-2013 og aftur frá árinu 2016.

Arnbjörg sat í bćjarstjórn Seyđisfjarđar 1986-1998 og ađ nýju 2010-2018 og var forseti bćjarstjórnar og oddviti Sjálfstćđisflokksins í bćjarstjórn Seyđisfjarđar allan ţann tíma. Arnbjörg gegnir stjórnarsetum í fjölmörgum fyrirtćkjum og stofnunum, t.d. veriđ formađur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. Hún hefur rekiđ gistiheimiliđ Post Hostel frá árinu 2011.

Dćtur Arnbjargar eru Guđrún Ragna, fćdd 1976, og Brynhildur Bertha, fćdd 1980. Guđrún Ragna er gift Jóni Val Sigurđssyni og eiga ţau börnin Mikael, Breka og Magneu. Maki Brynhildar Berthu er Elvar Snćr Kristjánsson og eiga ţau soninn Aron.


 

Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  | Kosningamiđstöđ: Glerárgötu 28; opiđ 16:00-20:00 |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson | XD-NA á facebook