Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 9. mars

Boðað er til aðalfundar Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 9. mars 2024 á Múlabergi, Hótel KEA, á Akureyri og hefst fundurinn kl. 11:00.

Dagskrá

10:30 - 11:00 Skráning – boðið er upp á kaffi og te
11:00 - 12:20 Aðalfundur – hefðbundin aðalfundastörf og ávörp.
12:20 - 13:00 Hádegisverður - óskum eftir verð í einn 
13:00 - 14:30 Aðalfundur – hefðbundin aðalfundastörf, ávörp og vinnustofa.
14:30 – 15:00 Kaffihlé
15:20 – 16:00 Aðalfundur – hefðbundin aðalfundastörf og ávörp.
16:00 – áætluð fundarlok

Þinggjald er 4.000 kr. og er ekki posi á staðnum þannig að það þarf að millifæra á kt. 690169-7119, b.nr. 565-26-1795 eða koma með seðla til að greiða gjaldið.

Á aðalfundinn eiga seturétt þeir félagar sem kjörnir hafa verið á aðalfundi síns félag. Hægt er að sjá inn á https://xd.is/minar-sidur/ skráða félagsaðild og hvort að þú eigir rétt á setu á aðalfundinum. Bent er á að félög þurfa að vera gera upp félagsgjöld sín til að félagsmenn hafi atkvæðisrétt á fundinum. Nánari upplýsingar getur Valhöll veitt eða formaður þíns félags.

Málefni vinnustofu verður kynnt ca. viku fyrir aðalfundinn. Form á vinnustofum verður með svipuðu sniði og var á landsfundi flokksins 2022.

Formaður vill minna formenn félaga innan kjördæmisins að vera búnir að halda aðalfundi tímalega, minnst fjórum dögum fyrir aðalfundinn 9. mars 2024 og vera búnir að skila inn aðalfundarskýrslu til Valhallar þannig að breytingar fyrir seturétt á fundinum verða búnar að skila sér til stjórnar kjördæmisráðsins í tíma.

Öll félög eiga að skila inn yfirlýsingu eða ársreikningi til Valhallar og því þarf að vera lokið fyrir lok febrúar 2024. Þau félög sem eru með <550.000 kr. veltu þurfa að skila inn yfirlýsinu þar af lútandi eins félög sem ekki með neina fjárhagslega starfsemi. Best væri að klára það af sem allra fyrst. Félög sem eru með yfir >550.000 kr. í ársveltu þurfa að skila inn ársreikningi og fylla út skýrslu á vefnum líkt og kom fram á fundi formanna, varaformanna og gjaldkera 23. janúar 2024. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar hjá Valhöll og svo hvetur formaður kjördæmisráðsins formenn og varaformenn að lesa handbókina sem send hefur verið.

Um kvöldið verður hittingur sem er opinn öllum Sjálfstæðismönnum og mökum/gesti. Í boði er fordrykkur, kvöldverður og skemmtidagskrá á Múlabergi Hótel KEA. Hefst kvöldið með fordrykk kl. 19:00 og kvöldverður hefst kl. 20:00.

Nánari upplýsingar um kvöldskemmtun, ávörp, vinnustofu og fleira verður sent út síðar.


F.h. stjórnar kjördæmisráðsins
Þórhallur Harðarson, formaður.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook