Fréttir

Hvað viljum við unga fólkið eiginlega?

Hvað viljum við unga fólkið eiginlega?

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skipar 5. sæti á listanum okkar - glæsilegur fulltrúi ungs fólks í lykilsæti í kosningunum á laugardag. Hún fer hér yfir þau mál sem brenna á henni og biður um stuðning ungra kjósenda til setu sem fulltrúi þeirra í bæjarstjórn Akureyrar.

Sálfræðiþjónusta í skólum

Sálfræðiþjónusta í skólum

Í samfélaginu hefur skapast mikil umræða um kvíða og þunglyndi barna og unglinga og nauðsyn þess að tekið sé á málum og aðstoð við þennan hóp aukin. Lára Halldóra Eiríksdóttir, frambjóðandi okkar, fer hér yfir tillögur okkar sjálfstæðismanna til lausnar.

Fundur um málefni eldri borgara 23. maí

Fundur um málefni eldri borgara 23. maí

Fundur um málefni eldri borgara verður haldinn í Norðurslóðasetrinu, Strandgötu 53, miðvikudaginn 23. maí kl. 14:30. Halldór Blöndal, formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna og fyrrum ráðherra og forseti Alþingis, flytur ræðu. Frambjóðendur kynna stefnumál. Boðið upp á kaffi og meðlæti - allir velkomnir!

Embættismaður eða leiðtogi

Embættismaður eða leiðtogi

Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins segir að bæjarstjóri verði pólitískt ráðinn með skýrt umboð til forystu og framkvæmdastjórnar. Það er ekki að ástæðulausu sem þetta er tekið sérstaklega fram. Það er hlutverk bæjarfulltrúa að móta stefnu í öllum málaflokkum bæjarins. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, bendir á að sú stefna hljóti að taka mið af pólitískri sýn bæjarfulltrúa.

Fjölskyldudagur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 21. maí

Fjölskyldudagur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 21. maí

Fjölskyldudagur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á Norðurslóðarsetrinu, Strandgötu 53, mánudaginn 21. maí, (annan í hvítasunnu). Boðið verður upp á grillaðar pylsur og ís! Hoppukastali og andlitsmálun. Allir velkomnir!

Fimm ára í grunnskóla

Fimm ára í grunnskóla

Er vont fyrir börn að byrja fyrr í grunnskóla en vaninn er? Hugmynd okkar sjálfstæðismanna á Akureyri að bjóða upp á fimm ára bekki í grunnskóla hefur hlotið mikla athygli. Svava Þ. Hjaltalín, grunnskólakennari og frambjóðandi á listanum okkar, kynnir hér tillögu okkar.

En hvað með þig?

En hvað með þig?

Kristján Blær Sigurðsson, frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, skrifar um mikilvægi þess að ungt fólk eigi fulltrúa í forystusveit í pólitísku starfi. Akureyringar þurfi ungan frambjóðanda sem lætur verkin tala, vinnur að því að hér sé gott að búa þannig að annað fólk vilji búa hér - mikilvægt að tryggja Berglindi Ósk inn í bæjarstjórn.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook