Fréttir

Landsbyggðin mótmælir ákvörðun innviðaráðherra og Reykjavíkurborgar

Landsbyggðin mótmælir ákvörðun innviðaráðherra og Reykjavíkurborgar

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í 14 sveitarfélögum hafa í sameiginlegri yfirlýsingu lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma Reykjavíkurborgar og innviðaráðuneytisins um að hefja jarðvegsframkvæmdir í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar sem setji framtíðaröryggi landsbyggðanna í uppnám.

Bæjarmálafundur 17. apríl

Bæjarmálafundur 17. apríl

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á veitingastaðnum EYR (aðalsal) mánudaginn 17. apríl kl. 17:30. Rætt td um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 (fyrri umræða fer nú fram í bæjarstjórn), uppbyggingu á háskólasvæði, reglur Akureyrarbæjar um fjárhagsaðstoð og rafræna vöktun, breytingu á samþykkt um Listasafnið, reglur um lokun gatna og nýtt leikskólahúsnæði. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Fundur með Guðlaugi Þór og Njáli Trausta 12. apríl

Fundur með Guðlaugi Þór og Njáli Trausta 12. apríl

Sjálfstæðisfélag Akureyrar boðar til fundar á Flugsafninu á Akureyrarflugvelli miðvikudaginn 12.apríl klukkan 17:30. Gestir fundarins verða Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra og Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Allir velkomnir.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook