Fréttir

Fjör og fjölmenni á skemmtikvöldi sjálfstæðiskvenna

Fjör og fjölmenni á skemmtikvöldi sjálfstæðiskvenna

Mikið fjör var á fjölmennu skemmtikvöldi sjálfstæðiskvenna á Akureyri, sem haldið var á kosningaskrifstofunni í gærkvöldi. Troðfullt út úr dyrum og stuðið þvílíkt að það verður lengi í minnum haft. Sigga Kling var frábær og ærði liðið. Karlarnir þjónuðu konunum með mat og drykk og konurnar okkar með Evu Hrund í fararbroddi slógu alveg í gegn, ótrúlega glaðar og hressar.

Stefnuskrá kynnt - ný útgáfa Íslendings

Stefnuskrá kynnt - ný útgáfa Íslendings

Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var kynnt á kosningaskrifstofunni í dag. Þar var einnig sett í loftið ný heimasíða Íslendings, vefrits Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Vefurinn verður áfram með sama hætti, byggist á fréttum úr flokksstarfinu og greinaskrifum, eins og hefur verið alla tíð síðan vefritið hóf göngu sína árið 2001.

Fundur um skólamál

Fundur um skólamál

Fundur um skólamál verður á kosningaskrifstofunni að Strandgötu 3, laugardaginn 17. maí kl. 11:00. Frambjóðendurnir Gunnar Gíslason, Bergþóra Þórhallsdóttir, Elías Gunnar Þorbjörnsson og Eva Hrund Einarsdóttir, flytja stuttar framsögur. Boðið verður upp á hádegishressingu.

Skemmtikvöld sjálfstæðiskvenna á Akureyri

Skemmtikvöld sjálfstæðiskvenna á Akureyri

Allar konur á Akureyri eru boðnar velkomnar á skemmtikvöld sjálfstæðiskvenna á kosningaskrifstofunni, Strandgötu 3, föstudaginn 16. maí kl. 18:00 til 20:00. Fordrykkur, léttar veitingar, kvenframbjóðendur kynna sig, góð skemmtun og fjör.

Ragnheiður Elín á fundi á kosningaskrifstofunni

Ragnheiður Elín á fundi á kosningaskrifstofunni

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var gestur okkar á kosningaskrifstofunni í dag. Hún flutti stutta framsögu og svaraði svo fyrirspurnum, t.d. um raforkuflutninga og málefni ferðaþjónustunnar.

Menntun án landamæra

Menntun án landamæra

Tækniþróun í skólastarfi skiptir mjög miklu. Menntun á að vera án landamæra. Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri, fjallar í grein um þennan mikilvæga þátt.

Sjö framboð í sveitarstjórnarkosningum í vor

Sjö framboð í sveitarstjórnarkosningum í vor

Sjö framboð bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum á Akureyri 31. maí nk, fleiri en nokkru sinni fyrr. Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrst framboða til að skila inn gögnum vegna kosninganna til kjörstjórnar.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook