Fréttir

Mynd af Guðfinnu Thorlacius úr Degi frá árinu 1966

Guðfinna Thorlacius látin

Guðfinna Thorlacius, hjúkrunarfræðingur og fyrrum bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, er látin 82 ára að aldri. Guðfinna sat í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 1986-1990.

Hver á að borga - er það ég?

Hver á að borga - er það ég?

Þórhallur Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsráðs, fjallar í grein á Íslendingi um innheimtu bílastæðagjalds í stað klukkukerfis í miðbænum. Bygging bílastæðahúss gæti kostað allt að milljarð og ljóst að ekki sé hægt að skella þeim kostnaði á útsvarsgreiðendur heldur verði slíkt að standa undir sér og greiðast af notendum.

Pælingar um atvinnulíf á Akureyri

Pælingar um atvinnulíf á Akureyri

Í umræðu um atvinnumál á Akureyri sem fram fór á fundi bæjarstjórnar í dag flutti Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, ræðu þar sem farið var ítarlega yfir stöðu mála í atvinnulífinu.

Jarðstrengurinn

Jarðstrengurinn

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, fjallar í grein um Hólasandslínu 3 sem mun bæta orkunýtingu, auka flutningsgetu raforku og tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi.

Bæjarmálafundur 16. nóvember

Bæjarmálafundur 16. nóvember

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í fjarfundi á Zoom mánudaginn 16. nóvember kl. 17:30. Rætt verður t.d. um atvinnumál á Akureyri, nýtt leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar, gjaldskrá UMSA, stöðu öldrunarmála og skipulag á Krókeyri. Allir velkomnir.

Njáll Trausti gefur kost á sér til endurkjörs

Njáll Trausti gefur kost á sér til endurkjörs

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, tilkynnir í Vikublaðinu í dag að hann gefi kost á sér til endurkjörs í alþingiskosningum á næsta ári. Njáll Trausti hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 en var áður bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 2014-2016 og varabæjarfulltrúi 2010-2014.

Stytting leiðarinnar milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur um 80 km

Stytting leiðarinnar milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur um 80 km

Í dag bókaði bæjarstjórn Akureyrar um mikilvægi þess að stytta leiðina milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hóf umræðuna og horfði til styttingar á láglendisleiðinni en auk þess kom innlegg um hálendisleið þ.e. yfir Stórasand. Í grein á Íslendingi skrifar Gunnar um tækifæri til styttingar um 80 km og mikilvægi þess að hefjast handa í þeim efnum.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook