Fréttir

Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins

Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins

Hér er fjallað um meginkosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum 28. október 2017.

Vöfflukaffi með frambjóðendum

Vöfflukaffi með frambjóðendum

Vöfflukaffi á kosningaskrifstofunni okkar í Strandgötu 3 á Akureyri sunnudaginn 22. október kl. 14:00 til 17:00. Frambjóðendur okkar sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi baka vöfflur fyrir gesti og ræða kosningamálin þegar haldið er inn í lokasprett kosningabaráttunnar. Allir hjartanlega velkomnir.

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni á Akureyri

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni á Akureyri

Opinn fundur með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, á kosningaskrifstofunni í Strandgötu 3 á Akureyri föstudaginn 20. október kl. 12:00. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verða á staðnum. Boðið upp á pizzuhlaðborð - allir velkomnir.

Fundur um málefni eldri borgara

Fundur um málefni eldri borgara

Fundur um málefni eldri borgara á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Strandgötu 3 á Akureyri fimmtudaginn 19. október kl. 12:00. Halldór Blöndal, formaður Sambands eldri sjálfstæðismanna og fyrrum ráðherra og alþingismaður, og Óli Björn Kárason, alþingismaður, kynna kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins og svara fyrirspurnum. Við bjóðum upp á súpu og brauð - allir velkomnir.

Bæjarmálafundur 16. október

Bæjarmálafundur 16. október

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á kosningaskrifstofunni í Strandgötu 3 mánudaginn 16. október kl. 17.30.  Rætt um málefni AFE og frístundaráðs auk skipulags- og öldrunarmála. Sjálfstæðismenn á Akureyri eru eindregið hvattir til að mæta og ræða um bæjarmálin. 

Opnunartími á kosningaskrifstofunni á Akureyri

Opnunartími á kosningaskrifstofunni á Akureyri

Kosningaskrifstofa okkar sjálfstæðismanna er í Strandgötu 3 - hér má sjá opnunartímann hjá okkur. Hvetjum alla til að kíkja í kaffi og ræða kosningamálin.

Fundur með Áslaugu Örnu og Valgerði 10. október

Fundur með Áslaugu Örnu og Valgerði 10. október

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, flytja framsögu um mennta- og geðheilbrigðismál í síðdegisspjalli hjá Landssambandi sjálfstæðiskvenna á kosningaskrifstofunni okkar í Strandgötu 3 þriðjudaginn 10. október nk. 17:00. Við hvetjum allar konur til að mæta.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook