50 ár frá sviplegu fráfalli forsćtisráđherrahjónanna á Ţingvöllum

50 ár eru liđin frá sviplegu fráfalli dr. Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsćtisráđherra og formanns Sjálfstćđisflokksins, eiginkonu hans Sigríđar Björnsdóttur, og dóttursonar ţeirra, Benedikts Vilmundarsonar, sem var mikill harmur fyrir íslensku ţjóđina. Bjarni er sá stjórnmálamađur 20. aldarinnar sem er í mestum metum hjá mér. Hef ég aldrei fariđ leynt međ ađdáun mína á stjórnmálamanninum Bjarna og stjórnmálastefnu hans sem varđ meginstef Sjálfstćđisflokksins ţann langa tíma sem hann starfađi í forystusveit hans.

Hef ég lesiđ margoft greinasafn hans, Land og lýđveldi, og jafnan ţótt mikiđ til ţess koma. Bjarni var arkitekt utanríkisstefnu Íslendinga og markađi söguleg áhrif í senn bćđi á íslenskt samfélag og íslensk stjórnmál. Allir ţeir sem kynna sér stjórnmálaferil dr. Bjarna komast fljótt ađ ţví hversu öflugur hann var.

Bjarni var sá forystumađur íslenskra stjórnmála á 20. öld sem hafđi mest áhrif á ađ móta lýđveldinu Íslandi framtíđarstefnuna, fćra Ísland fyrstu skrefin í átt ađ forystu í eigin málum og móta utanríkisstefnu landsins, sem hefur haldist ađ mestu óbreytt síđan. Sú forysta hefur skipt miklu máli og fer ekki á milli mála hversu afgerandi hún var.

Hef oft hugsađ um ţađ hver stađa íslenskra stjórnmála hefđi orđiđ á áttunda áratugnum hefđi Bjarni lifađ lengur. Sjálfstćđisflokkurinn gekk í gegnum erfiđa tíma eftir fráfall hans og náđi varla alvöru stöđugleika í sínum röđum fyrr en Davíđ Oddsson var kjörinn formađur áriđ 1991. Átök stjórnmálanna á áttunda áratugnum, einkum innan Sjálfstćđisflokksins, hefđu tekiđ á sig annan blć hefđi Bjarni lifađ lengur, tel ég.

Fyrir 15 árum, ţegar ađ Samband ungra sjálfstćđismanna varđ 75 ára, fórum viđ í ţáverandi stjórn til Ţingvalla og áttum góđa stund í Hvannagjá, ţar sem SUS var stofnađ og lögđum blómsveig viđ minnisvarđa um Bjarna, Sigríđi og Benedikt litla, sem stendur á grunni forsćtisráđherrabústađarins. Heiđruđum viđ ţar minningu eins okkar traustustu leiđtoga fyrr og síđar.

Andlát Bjarna, Sigríđar og Benedikts var mikill harmleikur, ekki ađeins fyrir ţá sem nćrri ţeim stóđu heldur og ţjóđina alla. Ţá kvaddi einn merkasti sonur ţjóđarinnar á sínum hátindi. Alltaf ţegar ađ ég fer til Ţingvalla legg ég leiđ mína ađ minnisvarđanum. Er svolítiđ sérstök tilfinning sem fylgir ţví ađ koma ţangađ og hugleiđa hversu sorglegir atburđir áttu sér ţar stađ.

Hlýjar kveđjur til fjölskyldu Bjarna og Sigríđar. Blessuđ sé minning ţeirra.


Stefán Friđrik Stefánsson
ritstjóri Íslendings


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook