„Vinkilkrókur“ viđ Blönduós – stytting hringvegar

Ţađ vekur athygli mína ađ í nýrri samgönguáćtlun sem nú liggur fyrir í samráđsgátt og allir hafa kost á ađ koma fram međ umsagnir, til og međ 31. júlí, er ekki minnst á Húnavallaleiđ. Ţađ er stytting ţjóđvegar 1 viđ Blönduós.

Ţađ er margt sem mćlir međ gerđ nýs vegar.

Styttingar á ţjóđvegi 1, Akureyri – Reykjavík

Um langt skeiđ hefur helst veriđ litiđ til ţriggja kosta í tengslum viđ mögulegar styttingar á ţjóđveginum á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Mesta vegstyttingin fengist međ lagningu Húnavallaleiđar, ţar sem hćgt er ađ stytta leiđina um 14 km međ lagningu 17 km vegar. Hinir tveir kostirnir eru annars vegar lagning Sundabrautar sem myndi stytta leiđina um 6-10 km og ađrir 5-6 km í styttingu yrđu um svokallađa Vindheimaleiđ í Skagafirđi eđa allt ađ 30 km.

Hér er rétt ađ geta ţess ađ Húnavallaleiđ er talin međ arđsömustu vegaframkvćmdum sem hćgt er ađ fara í á Íslandi í dag og talin borga sig upp á örfáum árum.

Guđsmađurinn og Ţjóđólfur áriđ 1891

Umrćđa um styttingar vegleiđa á ţví svćđi sem hér er til umrćđu eru ekki nýjar af nálinni.

Séra Stefán M. Jónsson á Auđkúlu skrifar grein sem birtist í Ţjóđólfi 29.maí 1891. Já, fyrir rúmlega 130 árum síđan undir heitinu Ný ađalpóstleiđ í Húnavatnssýslu. Áhugaverđ grein ţar sem ítarlega er fariđ yfir ţađ málefni sem hér er til umrćđu. Guđsmađurinn skrifar greinina eftir nýafstađinn fund sýslunefndar Húnvetninga. Í greininni lýsir Stefán í löngu máli sinni afstöđu til málsins og skrifar m.a:

„Af ţví jeg var er svona mikiđ barn í vegfrćđinni, gat jeg ekki fylgst međ međnefndarmönnum mínum í sýslunefndinni, nje gefiđ atkvćđi mitt međ hinum afarstóra vinkilkrók ađalpóstleiđarinnar út á Blönduós og fram allan Langadal …“

Hér er rétt ađ geta ađ ţegar talađ var um ađalpóstleiđ á ţessum árum er ţađ sambćrilegt ţegar viđ tölum um ţjóđveginn í dag. Ţannig ađ efasemdir um núverandi leiđ hafa lengi veriđ til stađar.Umferđaröryggissjónarmiđ

Í greinargerđ Vegagerđarinnar sem umferđarsérfrćđingar hennar unnu og sendu umhverfisráđherra voriđ 2011 kom međal annars eftirfarandi fram:

„Ţar ber fyrst ađ telja ađ styttingin ein og sér mun leiđa til fćrri óhappa og slysa en á núverandi vegi. Er áćtlađ, miđađ viđ óbreytta slysatíđni, ađ styttingin fćkki óhöppum og slysum um ca. 150 á 20 ára tímabili. Auk ţessa er gert ráđ fyrir ađ hinn nýi vegur verđi međ lćgri slysatíđni en núverandi leiđ sem byggist á ţví ađ vegurinn verđur međ minni langhalla, víđari beygjur, fćrri gatnamót, betri sjónlengdir og í heild međ betri samfellu í veglínunni sem ađ öllu samanlögđu leiđir til lćgri slysatíđni. Fćkkun slysa og óhappa áćtluđ um 220.“

Sérfrćđingarnir reikna sem sagt međ ađ óhöppum og slysum fćkki međ tilkomu Húnavallaleiđar um ellefu ađ međaltali á ári í sínum útreikningum fyrir rúmum áratug síđan.

Í nýrri samgönguáćtlun sem nú liggur fyrir er mikil áhersla á umferđaröryggi, ţađ er reyndar lykilviđfangsefni nýrrar áćtlunar. Ţađ hefur náđst mikill árangur á Íslandi í ađ efla umferđaröryggi og fćkka slysum á undanförnum áratugum.

Vegalög og umferđaröryggi

Í vegalögum sem samţykkt voru á alţingi 2007 kemur fram í annarri málsgrein 28. greinar:

„Ákveđa skal legu ţjóđvega í skipulagi ađ fenginni tillögu Vegagerđarinnar ađ höfđu samráđi Vegagerđarinnar og skipulagsyfirvalda. Fallist sveitarfélag ekki á tillögu Vegagerđarinnar skal ţađ rökstyđja ţađ sérstaklega. Ţó er sveitarfélagi óheimilt ađ víkja frá tillögu Vegagerđarinnar ef ţađ leiđir til minna umferđaröryggis en tillagan felur í sér“.

Ţetta hlýtur ađ teljast kristaltćrt: „Ţó er sveitarfélagi óheimilt ađ víkja frá tillögu Vegagerđarinnar ef ţađ leiđir til minna umferđaröryggis en tillagan felur í sér“.

Inngrip ţáverandi innanríkisráđherra

Innanríkisráđherra ţess tíma Ögmundur Jónasson fyrirskipađi Vegagerđinni ađ afturkalla tillögu stofnunarinnar um nýtt vegstćđi vegar sem gekk undir heitinu Húnavallaleiđ, međ bréfi ráđherra dagsett 13.apríl 2012, án ţess ađ fyrir liggi rökstuđningur sveitarfélagsins af hverju eigi ađ gera ţađ. Ţađ er gert á ţeirri forsendu ađ Vegagerđin megi ekki fara út fyrir ţađ sem gert er ráđ fyrir í samgönguáćtlun. Vegagerđin hlýđir ţessu og dregur tillögur sínar til baka enda erfitt fyrir Vegagerđina ađ standa í stríđi viđ yfirmann sinn.

Húnavallaleiđ og ný samgönguáćtlun

Ráđherra ţess tíma hafđi ađ engu sjónarmiđ sem snúa ađ umferđaröryggissjónarmiđum, ţjóđhagslegrar arđsemi styttingarinnar eđa umhverfisţátta. Ţađ var sorgleg stjórnsýsla, ţar sem hart var gengiđ gegn hagsmunum heildarinnar.

Ţađ hlýtur ţví ađ vera forgangsmál ađ koma Húnavallaleiđ í nýja samgönguáćtlun.


Njáll Trausti Friđbertsson
alţingismađur og oddviti Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook