Sveinn Heiđar Jónsson látinn

Sveinn Heiđar Jónsson, byggingameistari og fyrrum framkvćmdastjóri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 30. apríl, 72 ára ađ aldri.

Sveinn Heiđar fćddist á Akureyri 26. mars 1944. Hann var sonur hjónanna Jóns Gíslasonar, trésmíđa- og byggingameistara, og Jóhönnu Zophusdóttur. Sveinn Heiđar hóf snemma ađ starfa međ föđur sínum, en hann rak um 40 ára skeiđ Trésmíđaverkstćđi Jóns Gíslasonar sem var eitt farsćlasta byggingarfyrirtćki Akureyrar.

Ţegar Jón dró umsvif sín saman stofnađi Sveinn Heiđar eigiđ fyrirtćki, Trésmíđaverkstćđi Sveins Heiđars hf, 11. apríl 1986 og rak ţađ fram á nýja öld. Sveinn Heiđar var virkur í byggingabransanum á Akureyri og víđar um land og lagđi víđa drjúga hönd á plóg. Hann sinnti mörgum félagsstörfum á sínum ferli, enda vel tengdur og öflugur til verka.

Í viđtali viđ Dagblađiđ Dag áriđ 1993 rakti Sveinn Heiđar sinn feril í byggingabransanum og rćddi almennt um byggingarmál á Akureyri í gegnum árin. Viđtaliđ er tvískipt á síđum, hér er fyrri síđan og hér sú seinni.Eiginkona Sveins Heiđars var Erla Eggerts Oddsdóttir. Erla fćddist 21. júlí 1943 og lést 30. apríl 2013. Ţau hjónin létust ţví bćđi sama mánađardag. Sveinn Heiđar og Erla eignuđust fimm börn; Ragnheiđi (f. 1964), Fríđu Björk (f. 1966), Oddnýju (f. 1968, d. 1969), Lovísu (f. 1972) og Erling Heiđar (f. 1977).

Sveinn Heiđar og Erla voru samhent hjón. Ţau unnu saman ađ fyrirtćki Sveins Heiđars um langt skeiđ, allt ţar til heilsa Erlu gaf sig. Erla og Svenni ferđuđust alla tíđ mikiđ innanlands sem utan og áttu ţau margar góđar stundir í húsbílnum sínum. Sveinn Heiđar gegndi formennsku í Flakkaranum, félagi húsbílaeigenda. Í viđtali viđ Fréttablađiđ áriđ 2006 rćddi Sveinn Heiđar um ţátttöku sína í húsbílafélaginu.

Sveinn Heiđar og Erla voru um áratugaskeiđ virk í félagsstarfi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri, sátu í stjórnum félaga og í nefndum af hálfu flokksins hjá Akureyrarbć. Sveinn Heiđar var jafnan mikilvirkur í kosningabaráttu flokksins í bćnum og á kjördćmavísu og lék jafnan lykilhlutverk viđ ađ efla flokkinn og styrkja til allra verka - vann ötullega viđ ađ tala máli flokksins og fá ađra til stuđnings viđ hann.

Í kosningabaráttu til Alţingis síđasta haust lagđi hann drjúga hönd á plóg međ vinum sínum og félögum eins og ávallt áđur - vann af sama krafti ţrátt fyrir erfiđ veikindi. Starfiđ innan flokksins og tengsl viđ fólk voru hans líf og yndi. Hann var líka sannur höfđingi, bauđ jafnan til veislu á landsfundum og á kjördćmisţingum og veitti vel og rausnarlega.Skarđ er fyrir skildi viđ fráfall Sveins Heiđars. Sjálfstćđismenn á Akureyri kveđja félaga og vin međ virđingu og ţökk fyrir allt hans mikla starf og fyrir hina sönnu einlćgu vináttu í gegnum árin. Fjölskyldu Sveins Heiđars fćrum viđ innilegar samúđarkveđjur.


Stefán Friđrik Stefánsson
ritstjóri Íslendings og formađur Málfundafélagsins Sleipnis


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Sími 462 1500