Stefnuskrá kynnt - ný útgáfa Íslendings

Stefnuskrá Sjálfstćđisflokksins á Akureyri var kynnt á kosningaskrifstofunni í dag. Ţar var einnig sett í loftiđ ný heimasíđa Íslendings, vefrits Sjálfstćđisflokksins á Akureyri. Vefurinn verđur áfram međ sama hćtti, byggist á fréttum úr flokksstarfinu og greinaskrifum sjálfstćđisfólks, eins og hefur veriđ alla tíđ síđan vefritiđ hóf göngu sína áriđ 2001.

Stefnuskrá frambođsins er metnađarfull, öflug og traust. Stefnuskráin var unnin međ ţátttöku vel á ţriđja hundrađ Akureyringa. Eftir ađ frambođslistinn var samţykktur í fulltrúaráđi sjálfstćđisfélaganna á Akureyri í marsbyrjun hófst stefnumótunarferliđ. Haldnir voru fjölmargir fundir í rýnihópum og međ stjórnum sjálfstćđisfélaganna á Akureyri, svo var haldinn opinn vinnufundur í Brekkuskóla 3. apríl.

Ţví nćst fóru frambjóđendur í gönguferđir í öllum hverfum bćjarins, rćddu viđ íbúa og tóku stöđuna međ hverfisnefndunum. Síđan hafa frambjóđendur lagt lokahönd á verkiđ og kallađ eftir skođunum sem flestra viđ ţađ verk. Stefnuskráin endurspeglar ţví skođanir fjölmargra Akureyringa, sem vilja breytingar og ný tćkifćri í bćjarmálum. Stefnuskráin er nú ađgengileg hér á vefritinu.

Eins og fyrr segir fer nú nýr Íslendingur af stađ á Netinu. Vefurinn hefur veriđ lykilţáttur í starfi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri frá ţví hann fór af stađ á afmćli gamla Íslendings, 9. apríl 2001. Mikill metnađur einkenndi ţá ákvörđun ađ opna vefinn. Íslendingur.is var fyrsti flokksvefurinn á netinu hér á Akureyri og var vel uppfćrđur og sinnt af mikilli elju. Íslendingur varđ strax frá upphafi ein öflugasta vefsíđa sjálfstćđismanna á landinu - ţar voru í senn nýjustu fréttirnar úr flokksstarfinu, pistlar og greinar flokksmanna og allt sem máli skipti fyrir okkur sem styđjum flokkinn.

Stefán Friđrik Stefánsson, ritstjóri Íslendings

Mikil gćfa var fyrir Sjálfstćđisflokkinn á Akureyri ađ fá Helga Vilberg til ađ stýra vefnum í upphafi. Hann var fađir vefritsins, hafđi mikinn áhuga og metnađ fyrir tćknihliđ vefsins og ţeirri umgjörđ ađ hafa hann líflegan, ferskan og ábyrgan miđil upplýsinga og skođana. Stjórn Sjálfstćđisfélags Akureyrar, međ Helga sem formann, ýtti ţessu verkefni úr vör af miklum krafti og framsýni. Ţađ ber ađ ţakka ţeim sem ţá skipuđu stjórn félagsins fyrir ađ opna vefinn af svo miklum metnađ á ţeim tímapunkti.

Ég hef komiđ ađ starfi vefritsins Íslendings nćr frá upphafi, um tíma sem ađstođarritstjóri viđ hliđ Helga Vilberg, og naut ţess ađ finna áhugann og kraftinn í öllu starfinu kringum vefinn. Ég hef alla tíđ veriđ mikill áhugamađur um netiđ og skođanaskipti ţar. Ţví hef ég metiđ ţennan vef mikils og tel heiđur ađ hafa fengiđ ađ taka ţátt í ţessu verkefni gegnum árin. Helgi Vilberg á mikiđ hrós og heiđur skiliđ frá okkur fyrir ađ hafa stýrt ţessum vef af svo miklum krafti. Hann lagđi mikiđ af mörkum til ađ vefurinn myndi njóta sín sem traustur miđill upplýsinga og skođana. Sú vinna var mikils virđi.

Ég hef nú stýrt vefritinu í fjögur ár, allt frá árinu 2010. Frá upphafi hef ég einsett mér ađ félagsmenn sjái á vefnum allt sem er ađ gerast, geti ţar bćđi kynnt sér viđburđi, lesiđ skođanir forystufólks okkar og sjá kraft í starfinu ţar. Einnig vil ég endilega fá ábendingar um efnistök og efni til birtingar - heyra ykkar skođanir varđandi flokksstarfiđ. Uppfćrslur á Íslendingi hafa veriđ tíđar á ţeim tíma sem ég hef ritstýrt honum og viđ höfum reynt ađ tryggja öfluga miđlun upplýsinga í flokksstarfinu.

Ég trúi ţví og treysti ađ framtíđ vefsins sé björt. Ţađ er lykilatriđi fyrir okkur sjálfstćđisfólk á Akureyri ađ rćkta ţennan miđil upplýsinga og skođana. Ég vil stuđla ađ ţví og bćđi trúi ţví og treysti ađ viđ séum öll sammála um ţađ. Viđ getum öll veriđ stolt af nýja vefnum og horfum jákvćđ til kosninga - markmiđiđ er skýrt. Tryggjum glćsilega kosningu Sjálfstćđisflokksins í bćjarstjórn Akureyrar laugardaginn 31 maí og sjálfstćđisfólk fái stuđning til ađ stýra bćnum af myndarskap.


Til hamingju međ daginn!


Stefán Friđrik Stefánsson
ritstjóri Íslendings, vefrits sjálfstćđisfélaganna á Akureyri 


Myndir frá kynningu stefnuskrár og opnun nýs Íslendings

 


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  | Ađsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Sími 462 1500