Pétur H. Blöndal látinn

Pét­ur H. Blön­dal, alţingismađur Sjálfstćđisflokksins í Reykjavík, lést ađ kvöldi 26. júní, 71 árs ađ aldri. Pétur hafđi setiđ sem ţingmađur Reykvíkinga frá árinu 1995. Bana­mein Pét­urs var krabba­mein og mun útför hans fara fram í kyrrţey ađ eigin ósk.

Pét­ur fćdd­ist í Reykja­vík 24. júní 1944. For­eldr­ar hans eru Har­ald­ur H. J. Blön­dal, sjó­mađur og verkamađur, og Sig­ríđur G. Blön­dal, skrif­stofumađur. Pét­ur lauk stúd­ents­prófi frá MR áriđ 1965 og diplom-prófi í eđlis­frćđi, stćrđfrćđi og tölvu­frćđi viđ Köln­ar­há­skóla 1968. Hann lauk svo diplom-prófi í hag­nýtri stćrđfrćđi, lík­inda­frćđi, töl­frćđi, trygg­ing­ar­stćrđfrćđi og alţýđutrygg­ing­um viđ Köln­ar­há­skóla 1971 og doktors­prófi viđ sama há­skóla 1973.

Pét­ur starfađi sem sér­frćđing­ur viđ Raun­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands á ár­un­um 1973–1975. Hann var stunda­kenn­ari viđ Há­skóla Íslands 1973–1977 og for­stjóri Líf­eyr­is­sjóđs versl­un­ar­manna 1977–1984. Ţá sinnti hann trygg­inga­frćđilegi ráđgjöf og út­reikn­ing­um fyr­ir líf­eyr­is­sjóđi og ein­stak­linga árin 1977–1994. Pét­ur var fram­kvćmda­stjóri Kaupţings hf. 1984–1991 og kenn­ari viđ Versl­un­ar­skóla Íslands 1991–1994. Hann var starf­andi stjórn­ar­formađur Tölvu­sam­skipta hf. 1994–1995. Pétur var alţingismađur Sjálfstćđisflokksins frá 1995 til dánardags.

Pét­ur var frá­skil­inn, en hann kvćnt­ist tvisvar. Eft­ir­lif­andi börn Pét­urs eru Davíđ, Dagný, Stefán Pat­rik, Stella María, Bald­ur og Ey­dís. 

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri ţakkar Pétri alla hans baráttu í ţágu íslensks samfélags og fćrir fjölskyldu hans innilegar samúđarkveđjur.


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook