Málverk af Davíð afhjúpað í Valhöll

Afhjúpun á málverki af Davíð Oddssyni, fyrrum forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, fór fram í Valhöll í dag að viðstöddu fjölmenni.

Sonardætur Davíðs, Ástríður og Dagný Þorsteinsdætur, afhjúpuðu myndina, en hún er máluð af Stephen Lárus, einum fremsta portrettmálara landsins um þessar mundir.

Davíð var borgarstjóri í Reykjavík í níu ár, 1982-1991, og forsætisráðherra lengst allra, í 13 ár, 1991-2004. Davíð var formaður Sjálfstæðisflokksins í 14 ár, 1991-2005. Davíð er sigursælasti formaður stjórnmálaflokks á Íslandi.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, rakti feril Davíðs við athöfnina og pólitísk afrek hans. Davíð þakkaði fyrir sig með því að segja að það hlakkaði örugglega í gömlum andstæðingum þegar hann á sama tíma væri bæði hengdur upp og afhjúpaður í sömu andrá. 

Fjölmenni var við athöfnina, fjölmargir núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins og félagar úr flokksstarfinu fyrr og nú.

Til hamingju Davíð.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook