Landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn 27. - 29. ágúst

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í dag að 44. landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem fresta hefur þurft vegna heimsfaraldursins, fari fram í Laugardalshöll dagana 27. - 29. ágúst nk.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er ein stærsta lýðræðissamkoma Íslands, en þar eiga vel á annað þúsund fulltrúar seturétt hverju sinni. Á fundinum er mörkuð heildarstefna flokksins í landsmálum, æðsta forysta flokksins er kjörin, auk þess sem fundurinn kýs stjórnir málefnanefnda sem halda utan um málefnastarf flokksins á milli landsfunda.



Í hugum sjálfstæðismanna er landsfundur mikil hátíðarsamkoma. Þar hittast sjálfstæðismenn af öllu landinu, kynnast og styrkja böndin.

Hvert félag innan flokksins kýs fulltrúa til setu á fundinum, auk landssambanda og fulltrúaráða. Þá eru flokksráðsmenn einnig sjálfkjörnir á landsfund. Kjörgengir á landsfund eru flokksbundnir sjálfstæðismenn. Hafir þú áhuga á að taka þátt í landsfundi og móta stefnu flokksins getur þú óskað eftir seturétti á fundinn hér.

Nánari upplýsingar um fundinn verða veittar þegar nær dregur.


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook