Flýtilyklar
-
Aðalfundur kjördæmisráðs haldinn á Húsavík - Þórhallur endurkjörinn formaður
Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn í Golfskálanum á Húsavík 15. febrúar sl. Þórhallur Harðarson var endurkjörinn formaður kjördæmisráðs. Á fundinum var samþykkt lagabreytingatillaga stjórnar, til samræmis við breytingar á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins, um seturétt allra sveitarstjórnarmanna og fyrrum þingmanna í kjördæmisráði, og fækkun varastjórnarmanna úr 15 í 8. -
Bæjarmálafundur 17. febrúar
16.02.2025 | FréttirBæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 17. febrúar kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður um mánaðarmótin. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Áslaug Arna og Guðrún halda fundi á Akureyri
11.02.2025 | FréttirÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir hafa gefið kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þær munu báðar halda fundi hér á Akureyri föstudaginn 14. febrúar nk. Guðrún heldur fund á Hótel KEA kl. 12:00 en Áslaug Arna verður með fund í Messanum í Drift EA kl. 17:30. -
Umræðufundur með Diljá Mist 13. febrúar
08.02.2025 |Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Geislagötu 5, 2. hæð, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 19:30. Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt um stöðuna í pólitíkinni við upphaf þingstarfa. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Berglind Ósk Guðmundsdóttir kjörin formaður fulltrúaráðs
06.02.2025 | FréttirBerglind Ósk Guðmundsdóttir var kjörin formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri á aðalfundi í kvöld. Berglind Ósk var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021-2024 og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 2018-2021. -
Kosning landsfundarfulltrúa 11. febrúar
04.02.2025 | FréttirMálfundafélagið Sleipnir, Sjálfstæðisfélag Akureyrar og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri boða til félagsfunda þriðjudaginn 11. febrúar nk. við val á fulltrúum sínum á landsfund Sjálfstæðisflokksins 28. febrúar til 2. mars nk. -
Bæjarmálafundur 3. febrúar
01.02.2025 | FréttirBæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 3. febrúar kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og málefni Hafnasamlags Norðurlands. Allir velkomnir - heitt á könnunni.
Nýjar greinar
-
Landsfundur nýrra tækifæra
Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, fjallar í grein um væntanlegan landsfund Sjálfstæðisflokksins, stærstu stjórnmálasamkomu landsins. Þar verði stórkostlegt tækifæri fyrir sjálfstæðismenn til þess að skerpa línurnar og móta áfram mikilvæga stefnu og sýn fyrir Ísland til framtíðar. -
Opið bréf til samgönguráðherra
03.02.2025 | GreinarNjáll Trausti Friðbertsson og Vilhjálmur Árnason, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, skrifuðu opið bréf til samgönguráðherra og fóru þar yfir málefni Reykjavíkurflugvallar, forgangsröðun mála og fjármögnun þeirra, og minna á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem öryggisinnviðar, það hlutverk hafi frekar aukist á tímum jarðelda og annarra náttúruhamfara, óstöðugleika í heimsmálunum og aukinnar flugumferðar til og frá landinu, auk mikilvægis sjúkraflugsins. -
Janúarblús vinstristjórnarinnar
31.01.2025 | GreinarJens Garðar Helgason, alþingismaður, fjallar um stöðuna í pólitíkinni í janúarblús vinstristjórnar nú þegar styttist í þingsetningu og upphaf beittrar pólitískrar umræðu þegar stjórnarandstaðan mætir til leiks í þingið. -
Tímamót
12.01.2025 | GreinarÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar í grein um þau tímamót sem verða á næsta landsfundi þegar nýr formaður verður kjörinn í stað Bjarna Benediktssonar. Sagan muni dæma stjórnmálaferil og stórar ákvarðanir hans í gegnum árin á annan og dýpri hátt en umræðan sé frá degi til dags. -
Frestum ekki framtíðinni
11.01.2025 | GreinarÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður, fjallar í grein um þær breytingar sem verða á forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í febrúarlok. -
Tilkynning frá Bjarna Benediktssyni
06.01.2025 | GreinarBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í dag að hann gæfi ekki kost á sér að nýju í formannskjöri á næsta landsfundi, hætti þátttöku í stjórnmálum samhliða því og tæki því ekki sæti að nýju á Alþingi að loknum alþingiskosningum. Hér er yfirlýsing Bjarna í heild sinni.