Allar greinar

Stjórnarslit - tækifærin í nýrri pólitískri stöðu

Stjórnarslit - tækifærin í nýrri pólitískri stöðu

Eftir viðburðaríkan dag í pólitíkinni þegar stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG lauk eftir sjö viðburðarík ár fer Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yfir stöðuna í grein til flokksmanna.

Líforkuver á Dysnesi

Líforkuver á Dysnesi

Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um líforkuver við Dysnes. Gengi verkefnið eftir yrði það mikil lyftistöng fyrir mikla uppbyggingu hafnarinnviða sem stefnt er að á Dysnesi. Því metnaðarfulla verkefni væri loks hrint af stað. Það væri vel fyrir athafnalíf byggðar við Eyjafjörð. Það yrði gæfuspor fyrir Ísland.

Afreksfólk í bardagaíþróttum

Afreksfólk í bardagaíþróttum

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um mikilvægi breytinga á lögum um bardagaíþróttir.

Sársaukafull vaxtarmörk

Sársaukafull vaxtarmörk

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, skrifar um verðbólgustigið og húsnæðishliðina á henni. Þegar verð á húsnæði drífi áfram verðbólguna, og þar af leiðandi vextina, er ekki að undra að margir leggi orð í belg og beri á borð ýmsar misgóðar lausnir. Flestum sé þó ljóst að skortur á húsnæði verði ekki leystur með því að fikta í vísitölu neysluverðs, heldur með því að tryggja aukið framboð húsnæðis.

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins

Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og formaður fjárlaganefndar, skrifar um séreignarsparnarleiðina sem hefur reynst heilladrjúg síðan hún kom til að loknum kosningum 2013. Njáll Trausti segist munu beita sér fyr­ir því að sér­eign­ar­sparnaðarleiðin verði áfram, í nú­ver­andi eða breyttri mynd. Úrræðið hafi verið vel ígrundað og gagn­legt fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. .

Áherslur ráðherra skipta máli

Áherslur ráðherra skipta máli

Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, skrifar um ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri. Það feli í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag.

Dansaðu vindur

Dansaðu vindur

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um eftirspurn eftir raforku og tækifærin sem felist í vindorku. Það sé jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld nái ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils sé að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur