Fréttir

Bæjarmálafundur 3. júní

Bæjarmálafundur 3. júní

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) mánudaginn 3. júní kl. 17:30. Farið verður yfir helstu mál sem verða á dagskrá bæjarstjórnarfundar og það sem framundan er í bæjarmálunum. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Sjálfstæðisflokkurinn 95 ára

Sjálfstæðisflokkurinn 95 ára

Í dag fagnar Sjálfstæðisflokkurinn 95 ára afmæli. Allar götur frá stofnun hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið burðarás í íslenskum stjórnmálum. Eftir rúmar þrjár vikur fagnar Lýðveldið Ísland jafnframt 80 ára stórafmæli sínu. Ekki er hægt að líta til annars áfangans án þess að líta til hins, enda var flokkurinn stofnaður utan um þá meginstefnu að Ísland öðlaðist fullt sjálfstæði.

Umræðufundur með Berglindi Hörpu 25. maí

Umræðufundur með Berglindi Hörpu 25. maí

Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Geislagötu 5, 2. hæð, laugardaginn 25. maí kl. 10:30. Berglind Harpa Svavarsdóttir, varaþingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi, flytur framsögu um sveitarstjórnarmálin og þau mál sem hún beitti sér fyrir meðan hún sat á Alþingi í vetur. Þennan dag verður Sjálfstæðisflokkurinn 95 ára og við fáum okkur eitthvað gott með kaffinu í tilefni dagsins.

Umræðufundur með Njáli Trausta 11. maí

Umræðufundur með Njáli Trausta 11. maí

Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Geislagötu 5, 2. hæð, laugardaginn 11. maí kl. 10:30. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Bæjarmálafundur 6. maí

Bæjarmálafundur 6. maí

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) mánudaginn 6. maí kl. 17:30. Farið verður yfir helstu mál sem verða á dagskrá bæjarstjórnarfundar. Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, fer yfir stöðu bæjarmálanna nú þegar kjörtímabilið er hálfnað; hvað hafi gengið vel og hvað megi bæta. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Sigurður Hermannsson látinn

Sigurður Hermannsson látinn

Sigurður Hermannsson, tæknifræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Isavia á Norðurlandi eystra, er látinn, 78 ára að aldri. Sigurður var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri um árabil og lagði flokknum ómetanlegt lið þegar á reyndi.

Staðan góð þrátt fyrir ýmis áföll í þjóðfélaginu

Staðan góð þrátt fyrir ýmis áföll í þjóðfélaginu

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag fer Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, yfir stöðu ís­lensks efna­hags­lífs og op­in­berra fjár­mála. Hann segir að staðan sé í raun furðugóð miðað við þau fjölmörgu áföll sem hafa dunið á und­an­far­in fimm ár.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook