Fréttir

Myndir: Þórhallur Jónsson

Aðalfundur kjördæmisráðs haldinn á Húsavík - Þórhallur endurkjörinn formaður

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var haldinn í Golfskálanum á Húsavík 15. febrúar sl. Þórhallur Harðarson var endurkjörinn formaður kjördæmisráðs. Á fundinum var samþykkt lagabreytingatillaga stjórnar, til samræmis við breytingar á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins, um seturétt allra sveitarstjórnarmanna og fyrrum þingmanna í kjördæmisráði, og fækkun varastjórnarmanna úr 15 í 8.

Bæjarmálafundur 17. febrúar

Bæjarmálafundur 17. febrúar

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 17. febrúar kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður um mánaðarmótin. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Áslaug Arna og Guðrún halda fundi á Akureyri

Áslaug Arna og Guðrún halda fundi á Akureyri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir hafa gefið kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þær munu báðar halda fundi hér á Akureyri föstudaginn 14. febrúar nk. Guðrún heldur fund á Hótel KEA kl. 12:00 en Áslaug Arna verður með fund í Messanum í Drift EA kl. 17:30.

Umræðufundur með Diljá Mist 13. febrúar

Umræðufundur með Diljá Mist 13. febrúar

Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Geislagötu 5, 2. hæð, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 19:30. Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt um stöðuna í pólitíkinni við upphaf þingstarfa. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir kjörin formaður fulltrúaráðs

Berglind Ósk Guðmundsdóttir kjörin formaður fulltrúaráðs

Berglind Ósk Guðmundsdóttir var kjörin formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri á aðalfundi í kvöld. Berglind Ósk var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021-2024 og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 2018-2021.

Landsfundur nýrra tækifæra

Landsfundur nýrra tækifæra

Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, fjallar í grein um væntanlegan landsfund Sjálfstæðisflokksins, stærstu stjórn­mála­sam­komu lands­ins. Þar verði stór­kost­legt tæki­færi fyr­ir sjálfstæðismenn til þess að skerpa lín­urn­ar og móta áfram mik­il­væga stefnu og sýn fyr­ir Ísland til framtíðar.

Kosning landsfundarfulltrúa 11. febrúar

Kosning landsfundarfulltrúa 11. febrúar

Málfundafélagið Sleipnir, Sjálfstæðisfélag Akureyrar og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri boða til félagsfunda þriðjudaginn 11. febrúar nk. við val á fulltrúum sínum á landsfund Sjálfstæðisflokksins 28. febrúar til 2. mars nk.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook