Allar fréttir

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum 30. nóvember nk. var samþykkt á fundi kjördæmisráðs í Skjólbrekku í Mývatnssveit nú síðdegis, eftir að röðun hafði farið fram um skipan fimm efstu sæta listans.

Telma Ósk Þórhallsdóttir í 5. sæti

Telma Ósk Þórhallsdóttir í 5. sæti

Telma Ósk Þórhallsdóttir var kjörin í 5. sæti á framboðslista á kjördæmisþingi í Mývatnssveit. Telma Ósk hlaut 108 atkvæði. Aðrir hlutu færri atkvæði. 147 greiddu atkvæði. 16 atkvæði voru auð eða ógild.

Jón Þór Kristjánsson í 4. sæti

Jón Þór Kristjánsson í 4. sæti

Jón Þór Kristjánsson var kjörinn í 4. sæti á framboðslista á kjördæmisþingi í Mývatnssveit. Jón Þór hlaut 62 atkvæði en Þorsteinn Kristjánsson hlaut 40 atkvæði. Aðrir hlutu færri atkvæði. 152 greiddu atkvæði. 1 atkvæði var ógilt.

Berglind Harpa Svavarsdóttir í 3. sæti

Berglind Harpa Svavarsdóttir í 3. sæti

Berglind Harpa Svavarsdóttir var kjörin í 3. sæti á framboðslista á kjördæmisþingi í Mývatnssveit. Berglind Harpa hlaut 88 atkvæði en Valgerður Gunnarsdóttir hlaut 30 atkvæði. 161 greiddu atkvæði. 16 atkvæði voru auð eða ógild.

Njáll Trausti Friðbertsson í 2. sæti

Njáll Trausti Friðbertsson í 2. sæti

Njáll Trausti Friðbertsson var kjörinn í 2. sæti á framboðslista á kjördæmisþingi í Mývatnssveit. Njáll Trausti hlaut 72 atkvæði en Berglind Ósk Guðmundsdóttir hlaut 67 atkvæði. Aðrir hlutu færri atkvæði. 167 greiddu atkvæði. Ekkert atkvæði var ógilt.

Jens Garðar Helgason í 1. sæti

Jens Garðar Helgason í 1. sæti

Jens Garðar Helgason var kjörinn í 1. sæti á framboðslista á kjördæmisþingi í Mývatnssveit. Jens Garðar hlaut 100 atkvæði en Njáll Trausti Friðbertsson hlaut 68 atkvæði. 168 greiddu atkvæði. Ekkert atkvæði var ógilt.

Ellefu hafa gefið kost á sér í röðun

Ellefu hafa gefið kost á sér í röðun

Ellefu hafa tilkynnt um framboð í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 30. nóvember nk. Raðað verður á lista flokksins á morgun, á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer í Skjólbrekku í Mývatnssveit.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur