Alţingismenn Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi

Njáll Trausti Friđbertsson  alţingismađur
Njáll Trausti er fćddur í Reykjavík 31. desember 1969 og uppalinn á Seltjarnarnesi. Hann útskrifađist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1990 og útskrifađist sem viđskiptafrćđingur frá Háskólanum á Akureyri 2004. Veturinn 1987-1988 var Njáll skiptinemi í Delaware í Bandaríkjunum.

Njáll Trausti hefur starfađ í flugturninum á Akureyri sem flugumferđarstjóri frá árinu 1991. Hann stóđ ásamt fleirum ađ stofnun Hjartans í Vatnsmýri, sem safnađi 70.000 undirskriftum til stuđnings Reykjavíkurflugvelli, áriđ 2013 og er annar formanna ţess.

Njáll Trausti var bćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri 2014-2017 og varabćjarfulltrúi 2010-2014. Njáll Trausti sat í framkvćmdaráđi Akureyrarbćjar 2010-2017 og í stjórn Norđurorku 2011-2017. Njáll Trausti var formađur Sjálfstćđisfélags Akureyrar og varaformađur fulltrúaráđs 2012-2014. Hann sat í umhverfis- og samgöngunefnd Sjálfstćđisflokksins, kjörinn á landsfundi, 2012-2018.

Njáll Trausti hefur setiđ á Alţingi frá árinu 2016. Hann er varaformađur fjárlaganefndar frá 2023, formađur Íslandsdeildar Nató-ţingsins frá 2017 og hefur setiđ í umhverfis- og samgöngunefnd frá 2021.

Hann sat í utanríkismálanefnd 2020-2023 (varaformađur lengst af ţeim tíma), í fjárlaganefnd 2017-2020 (varamađur 2020-2023), í atvinnuveganefnd 2017-2021, í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, í Íslandsdeild vestnorrćna ráđsins og Íslandsdeild ţingmannaráđstefnunnar um norđurskautsmál 2017. Njáll Trausti var kjörinn oddviti Sjálfstćđisflokksins í Norđausturkjördćmi í prófkjöri í maí 2021.

Á ţingferli sínum hefur Njáll Trausti leitt starfshóp um skosku leiđina í innanlandsfluginu og alţjóđaflugvallakerfiđ, veriđ varaformađur vísinda- og tćkninefndar Nató-ţingsins og setiđ t.d. í starfshóp um orkustefnu, Norđurslóđastefnu og framtíđarnefnd forsćtisráđherra.

Njáll hefur tekiđ virkan ţátt í félagsstörfum og međal annars veriđ formađur Góđvina Háskólans á Akureyri. Njáll hefur veriđ virkur ţátttakandi í starfi Round Table um árabil og sinnt ţar ýmsum trúnađarstörfum og t.d. veriđ landsforseti Round Table á Íslandi.


Njáll Trausti er kvćntur Guđrúnu Gyđu Hauksdóttur, hjúkrunarfrćđingi, og eiga ţau tvo syni; Stefán Trausta og Patrek Atla, og eitt barnabarn; Elenu.

 


 

Berglind Ósk Guđmundsdóttir  alţingismađur
Berglind Ósk er fćdd í Reykjavík 7. júlí 1993 og uppalin ţar. Berglind Ósk útskrifađist međ stúdentspróf frá Menntaskólanum Hrađbraut 2011 og útskrifađist međ BA gráđu í lögfrćđi frá Háskólanum á Akureyri 2016 og meistaragráđu í lögfrćđi í júní 2018. Berglind Ósk hefur veriđ hérađsdómslögmađur frá árinu 2021.

Á milli stúdentsprófs og háskóla starfađi Berglind Ósk sem yfirmađur í eldhúsi og síđan framleiđslustarfsmađur í álverinu á Reyđarfirđi. Samhliđa námi starfađi Berglind á sambýli fyrir fatlađa og eitt sumar sem bókari hjá Norđlenska. Berglind tók ađ sér ađstođarkennslu í háskólanum og kenndi hluta úr námskeiđi á haustönn 2017. Ađ útskrift lokinni starfađi hún á lögfrćđistofunni Lögmenn Norđurlandi og var lögfrćđingur rektorsstofu Háskólans á Akureyri 2019-2021.

Ţegar Berglind hóf nám viđ Háskólann á Akureyri tók hún strax mikinn ţátt í félagslífi skólans og hagsmunabaráttu nemenda. Međal annars hefur hún setiđ í stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri á árunum 2014-2018, veriđ formađur Ţemis, félags laganema, varaformađur Félags stúdenta viđ Háskólann á Akureyri og setiđ í háskólaráđi Háskólans á Akureyri 2014-2018.

Berglind Ósk hefur setiđ á Alţingi frá árinu 2021. 
Berglind Ósk situr í atvinnuvega­nefnd, stjórnskipunar- og eftirlits­nefnd, og Íslandsdeild ţing­manna­ráđstefnunnar um norđurskautsmál. Hún hefur veriđ 2. varaformađur atvinnuveganefndar frá 2023.

Hún var varabćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins á Akureyri 2018-2021, sat í frístundaráđi Akureyrarbćjar 2018-2020, í stjórn Akureyrarstofu og formađur Fallorku 2020-2021. Berglind sat í stjórn Varđar, félags ungra sjálfstćđismanna 2015-2016 og frá 2018, Sjálfstćđisfélags Akureyrar frá 2019, Landssambands sjálfstćđiskvenna 2018-2021 og í stjórn Sambands ungra sjálfstćđismanna 2019-2021. Hún hefur setiđ í stjórn Góđvina Háskólans á Akureyri frá 2018, ţar af sem formađur frá 2021.


Maki Berglindar Óskar er Daníel Matthíasson. Hún á eina dóttur, Emilíu Margréti.


 

Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook