Fréttir

Áherslur ráðherra skipta máli

Áherslur ráðherra skipta máli

Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, skrifar um ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri. Það feli í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir okkur íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag.

Dansaðu vindur

Dansaðu vindur

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um eftirspurn eftir raforku og tækifærin sem felist í vindorku. Það sé jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld nái ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils sé að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar.

Njáll Trausti fer yfir fjárlögin og stöðuna í pólitíkinni 19. september

Njáll Trausti fer yfir fjárlögin og stöðuna í pólitíkinni 19. september

Málfundafélagið Sleipnir boðar til fundar í Geislagötu 5 fimmtudaginn 19. september kl. 17:00. Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og nýkjörinn formaður fjárlaganefndar Alþingis, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Farið yfir fjárlagafrumvarpið með okkur og ræða um stöðuna í pólitíkinni og þingveturinn framundan. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Guðlaugur Þór kynnir Umhverfis- og orkustofnun 18. september

Guðlaugur Þór kynnir Umhverfis- og orkustofnun 18. september

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, verður á Akureyri miðvikudaginn 18. september í tilefni af nýrri Umhverfis- og orkustofnun sem staðsett verður á Akureyri. Við nýtum tækifærið og eigum góða stund með Guðlaugi Þór í Geislagötu 5 kl. 18:30. Í boði verða pizzur og léttar veigar. Allir velkomnir.

Njáll Trausti verður formaður fjárlaganefndar Alþingis

Njáll Trausti verður formaður fjárlaganefndar Alþingis

Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur tekið við formennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Njáll Trausti hefur setið í fjárlaganefnd nær samfellt frá 2017 og var varaformaður í nefndinni síðastliðið rúmt ár. Njáll Trausti verður áfram formaður Íslandsdeildar Nató-þingsins og situr í umhverfis- og samgöngunefnd.

Bæjarmálafundur 16. september

Bæjarmálafundur 16. september

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5, 2. hæð, mánudaginn 16. september kl. 17.30. Rætt um málin á dagskrá bæjarstjórnar og stöðu helstu framkvæmda hjá Akureyrarbæ. Allir velkomnir - heitt á könnunni

Fundur með Berglindi Ósk

Fundur með Berglindi Ósk

Sjálfstæðisfélag Akureyrar boðar til fundar með Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, alþingismanni Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, laugardaginn 14. september kl. 11:00 í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan). Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur