Ţegar á móti blćs

Ţađ er alltaf viđfangs­efni stjórn­mála­manna ađ at­huga hvort ţau fjöl­mörgu verk­efni sem hiđ op­in­bera sinn­ir séu skyn­sam­leg nýt­ing á al­manna­fé. Umrćđa um rík­is­fjár­mál­in snýst ađ mestu um for­gangs­röđun fjár­muna en á ţess­um tíma­mót­um sem viđ stönd­um á núna ţarf ađ leggja fram al­vöru­til­lög­ur til ađ stuđla ađ ađhaldi í rík­is­rekstri. Útgjalda­aukn­ing­unni verđur ađ linna.

Nýr fjár­málaráđherra mun von bráđum kynna fjár­mála­áćtl­un til fjög­urra ára. Und­an­farn­ar vik­ur hef ég lagt fram fyr­ir­spurn­ir á alla ráđherr­ana ţar sem ég óska eft­ir gögn­um um út­gjöld ráđuneyt­anna í ţeim til­gangi ađ varpa skýru ljósi á út­gjöld sem í ein­hverj­um til­fell­um kunna ađ sam­rýmast illa til­gangi og mark­miđi ţjón­ustu hins op­in­bera og eru ekki til ţess fall­in ađ ná mark­miđum um lćgri verđbólgu og ţar af leiđandi lćgri vexti.

Rík­i­s­vćđing fé­laga­sam­taka og aug­lýs­inga­her­ferđir

Í fyrsta lagi lagđi ég fram fyr­ir­spurn um kostnađ viđ aug­lýs­inga­mál, kynn­ing­ar­mál, viđburđi og ráđstefn­ur. Ţađ ligg­ur fyr­ir ađ op­in­ber­ar stofn­an­ir hafa lagt veru­lega fjár­muni í aug­lýs­inga­her­ferđir sem erfitt er ađ sjá ađ sam­rćm­ist til­gangi og verk­efn­um stofn­un­ar­inn­ar. Gjarn­an eru svo haldn­ar ráđstefn­ur víđa af hálfu ráđuneyt­anna og stofn­ana ţeirra, međ mikl­um til­kostnađi, ţar sem slík­ir viđburđir og út­breiđsla skila­bođa ţeirra hafa jafn­an veriđ tald­ir ár­ang­urs­rík­ir jafn­vel ţegar ađsókn á ţessa sömu viđburđi skipt­ir ađeins ör­fá­um tug­um ein­stak­linga.

Í öđru lagi spurđist ég fyr­ir um kostnađ ráđuneyt­anna og und­ir­stofn­ana ţeirra til frjálsra fé­laga­sam­taka, hvort í gildi vćru regl­ur um út­hlut­an­ir styrkja til fé­laga­sam­taka og ţá hvort fram­kvćmt vćri mat á ár­angri af styrk­veit­ing­un­um. Ţađ verđur áhuga­vert ađ lesa sam­an svör ráđuneyt­anna til ađ sjá hvort ţau greiđi mörg sömu fé­lög­un­um styrki og hvernig ávinn­ing­ur­inn af slík­um styrk­veit­ing­um er met­inn fyr­ir sam­fé­lagiđ. Auk ţess er hollt ađ velta ţví upp hvort hér sé veriđ ađ rík­i­s­vćđa frjáls fé­laga­sam­tök međ ţví ađ gera ţau háđ rík­is­styrkj­um.

Ţriđja fyr­ir­spurn­in sner­ist um lög­bundn­ar nefnd­ir á veg­um ráđuneyt­anna, hver ár­leg­ur kostnađur hef­ur veriđ viđ ţćr. Hvađa starfs­hóp­ar og nefnd­ir hafi veriđ sett­ar á lagg­irn­ar og ţá hvort ráđherra hafi skođađ ţađ ađ leggja niđur nefnd­ir.

Stór­ar áskor­an­ir

Fyr­ir ís­lensku sam­fé­lagi liggja stór­ar áskor­an­ir, hvort sem ţađ eru jarđeld­ar á Reykja­nes­inu eđa of­an­flóđahćtta á Vest­fjörđum, Norđur­landi og Aust­fjörđum, verđbólga og vext­ir eđa ófriđur víđa um heim. Ţá er ţađ hlut­verk okk­ar stjórn­mála­manna ađ halda fast í taum­ana, hvort held­ur sem er ţegar vel geng­ur eđa ţegar á móti blćs.

Á ţess­um tíma­mót­um ţurf­um viđ ađ skerpa bet­ur á hlut­verki rík­is­ins og tryggja ađ fjár­mun­ir al­menn­ings nýt­ist međ sem hag­kvćm­ust­um hćtti og fari raun­veru­lega í ţau verk­efni sem snúa ađ nauđsyn­legri ţjón­ustu viđ fólkiđ í land­inu.


Berglind Ósk Guđmundsdóttir
alţingismađur


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook