Fréttir

Bæjarmálafundur 17. febrúar

Bæjarmálafundur 17. febrúar

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 mánudaginn 17. febrúar kl. 17:30 í Geislagötu 5, 2. hæð. Rætt um stöðuna í bæjarmálunum; helstu mál á dagskrá bæjarstjórnarfundar og landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður um mánaðarmótin. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Áslaug Arna og Guðrún halda fundi á Akureyri

Áslaug Arna og Guðrún halda fundi á Akureyri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir hafa gefið kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þær munu báðar halda fundi hér á Akureyri föstudaginn 14. febrúar nk. Guðrún heldur fund á Hótel KEA kl. 12:00 en Áslaug Arna verður með fund í Messanum í Drift EA kl. 17:30.

Umræðufundur með Diljá Mist 13. febrúar

Umræðufundur með Diljá Mist 13. febrúar

Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Geislagötu 5, 2. hæð, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 19:30. Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt um stöðuna í pólitíkinni við upphaf þingstarfa. Allir velkomnir - heitt á könnunni.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir kjörin formaður fulltrúaráðs

Berglind Ósk Guðmundsdóttir kjörin formaður fulltrúaráðs

Berglind Ósk Guðmundsdóttir var kjörin formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri á aðalfundi í kvöld. Berglind Ósk var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2021-2024 og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 2018-2021.

Landsfundur nýrra tækifæra

Landsfundur nýrra tækifæra

Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður, fjallar í grein um væntanlegan landsfund Sjálfstæðisflokksins, stærstu stjórn­mála­sam­komu lands­ins. Þar verði stór­kost­legt tæki­færi fyr­ir sjálfstæðismenn til þess að skerpa lín­urn­ar og móta áfram mik­il­væga stefnu og sýn fyr­ir Ísland til framtíðar.

Kosning landsfundarfulltrúa 11. febrúar

Kosning landsfundarfulltrúa 11. febrúar

Málfundafélagið Sleipnir, Sjálfstæðisfélag Akureyrar og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri boða til félagsfunda þriðjudaginn 11. febrúar nk. við val á fulltrúum sínum á landsfund Sjálfstæðisflokksins 28. febrúar til 2. mars nk.

Opið bréf til samgönguráðherra

Opið bréf til samgönguráðherra

Njáll Trausti Friðbertsson og Vilhjálmur Árnason, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, skrifuðu opið bréf til samgönguráðherra og fóru þar yfir málefni Reykjavíkurflugvallar, forgangsröðun mála og fjármögnun þeirra, og minna á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem öryggisinnviðar, það hlutverk hafi frekar aukist á tímum jarðelda og annarra náttúruhamfara, óstöðugleika í heimsmálunum og aukinnar flugumferðar til og frá landinu, auk mikilvægis sjúkraflugsins.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  | Aðsetur: Kaupangi v/Mýrarveg  |  Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-Ak á facebook