Afreksfólk í bardagaíþróttum

Við Íslend­ing­ar eig­um af­reks­fólk í blönduðum bar­dag­aíþrótt­um og hne­fa­leik­um sem ekki er heim­ilt að keppa í sínu sporti hér­lend­is. Landsþekkt­ur er MMA-kapp­inn Gunn­ar Nel­son, sem hef­ur náð framúrsk­ar­andi ár­angri á heimsvísu, en hon­um er ekki heim­ilt að keppa í heimalandi sínu.

Óum­deilt er að grund­vall­armun­ur er á bar­dag­aíþrótt­um og öðrum teg­und­um íþrótta, enda hafa hne­fa­leik­ar og blandaðar bar­dag­aíþrótt­ir þann til­gang og mark­mið að kepp­end­ur veiti hver öðrum högg eða spörk og meðal ann­ars í höfuð. En iðkend­um er auðvitað full­ljóst hverj­ar hætt­urn­ar eru og vert er að nefna að aðrar íþrótt­ir eru auðvitað ekki með öllu hættu­laus­ar.

Göm­ul viðhorf enn í lög­um

For­takslaust bann er við at­vinnu­mennsku í þess­um íþrótta­grein­um.
Með lög­um nr. 92/​1956 voru hne­fa­leik­ar bannaðir og varðar brot gegn ákvæðum lag­anna sekt­um. Með lög­um nr. 9/​2002 voru áhuga­manna­hne­fa­leik­ar heim­ilaðir og hef­ur sportið því vaxið ár frá ári. Hundruð barna og ung­menna æfa hne­fa­leika og blandaðar bar­dag­aíþrótt­ir og vitað er hversu mik­il­vægt það er að hafa fyr­ir­mynd­ir í íþrótt sinni til að setja markið hátt.

Skerðing á at­vinnu­frelsi

Jafn­framt ber að hafa í huga að í banni við bar­dag­aíþrótt­um felst einnig skerðing á at­vinnu­frelsi fólks sem nýt­ur vernd­ar 1. mgr. 75. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og óheim­ilt er að tak­marka það frelsi með lög­um nema al­manna­hags­mun­ir krefj­ist þess. Í ljósi þess að flest vest­ræn ríki heim­ila bar­dag­aíþrótt­ir, m.a. Dan­mörk og Svíþjóð, er vand­séð að al­manna­hags­mun­ir á Íslandi krefj­ist þess að þær séu bannaðar á meðan slík­ir al­manna­hags­mun­ir virðast al­mennt ekki fyr­ir­finn­ast í öðrum ríkj­um. Nú er það svo að við erum sam­an­b­urðar­hæf við ríki eins og Norður-Kór­eu og Íran með þessu for­takslausa banni.

Í fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi vorið 2023 hvatti ég ráðherra til að ganga í málið og hef ég í þrígang lagt fram frum­varp á þing­inu byggt á nor­rænni fyr­ir­mynd um lög­gjöf um bar­dag­aíþrótt­ir. Miðar lög­leiðing­in fyrst og fremst að því að tryggja ör­yggi kepp­enda og að heim­ila okk­ar frá­bæra af­reksíþrótta­fólki að keppa í íþrótta­grein sinni hér­lend­is. Það er löngu tíma­bært að skrefið verði tekið.

Hvað stopp­ar breyt­ing­ar?

Nú hafa vin­ir okk­ar í Fram­sókn­ar­flokkn­um einnig lagt fram sam­bæri­legt frum­varp, sem geng­ur þó skemmra, það tek­ur ekki á ör­yggi kepp­enda og held­ur enn af­reksíþrótta­fólki í öðrum bar­dag­aíþrótt­um, eins og MMA, utan lag­anna. Það sem er þó áhuga­verðast við frum­varp þeirra er að ráðherra íþrótta­mála er ein­mitt í þeirra flokki. Hvað ætli sé að stoppa löngu tíma­bær­ar breyt­ing­ar?

Berglind Ósk Guðmundsdóttir
alþingismaður


Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri | Geislagötu 5 | Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson | XD-AK | XD-Norðaustur