Sjálfstćđisflokkurinn 95 ára

Í dag fagnar Sjálfstćđisflokkurinn 95 ára afmćli. Allar götur frá stofnun hefur Sjálfstćđisflokkurinn veriđ burđarás í íslenskum stjórnmálum. Eftir rúmar ţrjár vikur fagnar Lýđveldiđ Ísland jafnframt 80 ára stórafmćli sínu. Ekki er hćgt ađ líta til annars áfangans án ţess ađ líta til hins, enda var flokkurinn stofnađur utan um ţá meginstefnu ađ Ísland öđlađist fullt sjálfstćđi.

Síđan ţeim áfanga var náđ hefur Sjálfstćđisflokkurinn setiđ í fleiri ríkisstjórnum en nokkur annar stjórnmálaflokkur hér á landi og haft gríđarleg áhrif á íslenskt ţjóđfélag og efnahagslíf. Stefna Sjálfstćđisflokksins spilađi lykilhlutverk í ţví ađ Ísland fátćktar og fábreytni hefur orđiđ ađ einu ţróađasta velferđarríki heims. Ísland hefur náđ gríđarlegum árangri ţegar kemur ađ lýđrćđi, jafnrétti og hamingju íbúa, og segja má ađ Ísland standi í mörgu tilliti fremst međal ţjóđa. Samofin saga flokksins og lýđveldisins er ţví afar farsćl.

Til ađ fagna ţessum stóra áfanga mun Sjálfstćđisflokkurinn senda reglulega út hlađvarpsţćtti ţar sem tekin eru viđtöl viđ fyrrverandi og núverandi forystufólk í flokknum, ţingmenn, sveitarstjórnarfólk, fyrrum starfsfólk og fólk sem starfađ hefur lengi í innra starfi flokksins á ólíkum tímum, auk frćđimanna. Međ ţví vill flokkurinn gera sögunni skil og koma henni á framfćri međ skemmtilegum hćtti í minningabrotum fjölmargra ţeirra sem hafa mótađ hana međ mismunandi hćtti. Ţćttirnir verđa ađgengilegir á öllum helstu hlađvarpsveitum undir „Hćgri hliđin“, á YouTube, xd.is og á samfélagsmiđlum.

Í dag ritađi Bjarni Benediktsson formađur Sjálfstćđisflokksins og forsćtisráđherra grein í Morgunblađiđ. Greinina má finna hér.

Í fyrsta hlađvarpsţćtti sem birtist í dag er viđtal viđ Ţórdísi Kolbrúnu Reykfjörđ Gylfadóttur varaformann Sjálfstćđisflokksins og utanríkisráđherra. Ţar er m.a. rćtt um ţingferil hennar og pólitíska ţátttöku almennt, ţau mál sem eru henni ofarlega í huga á ţing- og ráđherraferli hennar. Ţórdís Kolbrún svarar ţví hvers vegna hún telji Sjálfstćđisflokkinn eiga svo langa sögu og hún rćđir einnig um framtíđ hans. Ţáttinn má nálgast hér og í spilara hér fyrir neđan. Í nćstu viku birtast svo fleiri viđtöl og í hverri viku alveg fram á haust.


Svćđi

Sjálfstćđisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friđrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook