Flýtilyklar
Umræðufundur með Berglindi Hörpu 25. maí
Málfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Geislagötu 5, 2. hæð, laugardaginn 25. maí kl. 10:30.
Berglind Harpa Svavarsdóttir, varaþingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi, flytur framsögu um sveitarstjórnarmálin og þau mál sem hún beitti sér fyrir meðan hún sat á Alþingi í vetur.
Berglind Harpa er formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og því gott að fá innsýn í málin sem bera hæst eystra.
Þennan dag verður Sjálfstæðisflokkurinn 95 ára og við fáum okkur eitthvað gott með kaffinu í tilefni dagsins.
Fundarstjóri: Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Sleipnis
Allir velkomnir