Fréttir

Kosningakaffi og kosningavaka á Akureyri

Kosningakaffi og kosningavaka á Akureyri

Kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður á kosningaskrifstofunni, Strandgötu 3, á kjördegi kl. 13:00 til 17:00. Kosningavakan verður svo á kosningaskrifstofunni frá kl. 21:00 þar til úrslit liggja fyrir.

Kjörstaðir í Norðausturkjördæmi

Kjörstaðir í Norðausturkjördæmi

Greidd eru atkvæði á 33 kjörstöðum í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum - við birtum lista yfir alla kjörstaði í kjördæminu og opnunartíma þeirra.

Kynning á frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Kynning á frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Kynning um frambjóðendur okkar hefur verið birt að undanförnu á facebook-síðu flokksins í kjördæminu.

Fjölmenni á hádegisfundi Bjarna á Akureyri

Fjölmenni á hádegisfundi Bjarna á Akureyri

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt góðan og fjölmennan fund hér á Akureyri í dag.

Opið hús á kosningaskrifstofunni

Opið hús á kosningaskrifstofunni

Nú er baráttan að ná hámarki og hver maður mikilvægur í kosningabaráttunni. Í kvöld föstudag 21. október kl. 20:00 - 23:30 ætlum við að koma saman á kosningaskrifstofunni að Strandgötu 3 og hrista okkur endanlega saman og vinna að krafti að landa þrem þingmönnum eftir viku. Frambjóðendur verða á staðnum. Endilega takið með ykkur gesti og höfum gaman saman.

Súpufundur með Bjarna Benediktssyni

Súpufundur með Bjarna Benediktssyni

Súpufundur með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður haldinn í kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Strandgötu 3 mánudaginn 24. október kl. 12:00. Allir velkomnir.

Bæjarmálafundur 17. október

Bæjarmálafundur 17. október

Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn á kosningaskrifstofunni í Strandgötu 3, mánudaginn 17. október kl. 17:30. Rætt um stöðu bæjarmálanna, einkum vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Hvetjum alla til að mæta og ræða bæjarmálin.

Svæði

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri  |  Geislagötu 5   |   Ritstjóri Íslendings: Stefán Friðrik Stefánsson  |  XD-AK á facebook  |  XD-NA á facebook