Flýtilyklar
-
Bæjarmálafundur 20. nóvember
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) mánudaginn 20. nóvember kl. 18:30 (ath. breytta tímasetningu). Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi hjá Akureyrarbæ, er gestur fundarins og ræðir um uppbyggingu íbúasvæðis á Akureyri. Einnig rætt t.d. um breytingar á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024, reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra, reglur um skammtímadvöl og frístundaþjónustu, reglur um stuðningsfjölskyldur, barnaverndarþjónustu, öldungaráð og gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði. Allir velkomnir - heitt á könnunni -
Umræðufundur með Ásmundi og Kristni Karli 18. nóvember
15.11.2023 | FréttirMálfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) laugardaginn 18. nóvember kl. 10:30. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, og Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, flytja framsögu um stjórnmálaviðhorfið og svara fyrirspurnum. Ásmundur mun fara yfir stöðuna á Suðurnesjum eftir jarðhræringar sem skekið hafa Grindavík og þær áskoranir sem framundan eru fyrir íbúana og atvinnulífið, samfélagið allt. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Föst starfsstöð landhelgisþyrlu á Akureyri - fundur 15. nóvember
10.11.2023 | FréttirSjálfstæðisfélag Akureyrar og Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, boðar til fundar um þingsályktunartillögu Njáls Trausta um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20:00. -
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 9. mars
08.11.2023 | FréttirBoðað er til aðalfundar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi á Akureyri laugardaginn 9. mars nk. -
Staða bænda
31.10.2023 | FréttirNjáll Trausti Friðbertsson, varaformaður fjárlaganefndar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, boðar bændur til fundar við sig fimmtudagskvöldið 2. nóvember kl 20:00 í sal Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í Geislagötu 5 á 2. hæð (gengið inn að norðan). -
Umræðufundur með Jóni Gunnarssyni 4. nóvember
30.10.2023 | FréttirMálfundafélagið Sleipnir heldur umræðufund í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) laugardaginn 4. nóvember kl. 10:30. Jón Gunnarsson, alþingismaður og fyrrum dómsmálaráðherra, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt almennt um stöðuna í pólitíkinni. Heitt á könnunni - allir velkomnir. -
Bæjarmálafundur 30. október
28.10.2023 | FréttirBæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Geislagötu 5 (gengið inn að norðan) mánudaginn 30. október kl. 17:30. Rætt t.d. um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 (fyrri umræða fer nú fram í bæjarstjórn), gjaldskrá Akureyrarbæjar, stöðuna á helstu verkefnum umhverfis- og mannvirkjaráðs og farið yfir málefni Norðurorku. Allir velkomnir - heitt á könnunni.
Nýjar greinar
-
„Vinkilkrókur“ við Blönduós – stytting hringvegar
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar í grein um styttingu þjóðvegarins. Hann telur forgangsmál að koma Húnavallaleið í nýja samgönguáætlun. Margt mæli með gerð nýs vegar og nefnir að Húnavallaleið sé talin ein af arðsömustu vegaframkvæmdum sem hægt er að fara í á Íslandi í dag auk þess sem umferðarsérfræðingar telji að styttingin ein og sér muni leiða til færri óhappa og slysa en á núverandi vegi. -
Óheilindi hverra?
07.05.2023 | GreinarRagnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og varaþingmaður, skrifar um málefni Reykjavíkurflugvallar og bendir á að þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknarflokksins sé hrópandi og mikið stílbrot gagnvart þeim samhljómi sem hingað til hefur ríkt. -
Varaflugvallagjaldið og uppbygging flugvallakerfisins
05.05.2023 | GreinarNjáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um varaflugvallagjaldið og uppbyggingu flugvallakerfisins í ljósi þess að lagt hafi verið fram á þingi frumvarpi um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð sem tryggi flugöryggi. -
Tilefni til að afnema ríkiseinokun
03.05.2023 | GreinarBerglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, skrifar um nýja stofnun, Mennta- og skólaþjónustustofu, sem kemur í stað Menntamálastofnunar. Mikilvægt sé að nýta tækifærið til breytinga á útgáfustarfsemi í menntamálum og afnema einokun ríkisins á útgáfu námsgagna, menntun barnanna okkar til heilla. -
Til fundar við fólk um land allt
12.02.2023 | GreinarÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur nú til fundar við landsmenn. Fimmta árið í röð fer þingflokkurinn í hringferð og hittir fólk í sinni heimabyggð, á stórum jafnt sem smáum fundum á vinnustöðum, félagsheimilum og í heimahúsum um land allt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður, og Vilhjálmur Árnason, ritari, skrifa um ferðina. -
Við áramót
30.12.2022 | GreinarVið áramót fer Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, yfir liðið ár þar sem ber hæst að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með L-lista og Miðflokki að loknum kosningum í vor.