Flýtilyklar
-
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn 4. - 6. nóvember
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að 44. landsfundur Sjálfstæðisflokksins fari fram í Laugardalshöll dagana 4. – 6. nóvember nk. -
Málefnasamningur nýs meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar kynntur
01.06.2022 | FréttirMálefnasamningur Sjálfstæðisflokks, L-lista og Miðflokks í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2022-2026 var kynntur og undirritaður á kaffihúsinu LYST í Lystigarðinum á Akureyri í dag. Í samningi framboðanna kemur fram að stefnt sé að því að stórauka lóðaframboð, komið verður á laggirnar lýðheilsustyrk fyrir tekjulágt og eignaminna eldra fólk og dregið úr kostnaðarþáttöku foreldra og forráðamanna í leik- og grunnskólum svo dæmi séu nefnd. -
Fundur í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri 31. maí
30.05.2022 | FréttirBoðað er til fundar í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri í Sjallanum þriðjudaginn 31. maí kl. 20:00. Á fundinum verður málefnasamningur og meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks, L-lista og Miðflokks í bæjarstjórn Akureyrarbæjar kjörtímabilið 2022-2026 kynnt. -
Sjálfstæðisflokkur, L-listi og Miðflokkur mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar
26.05.2022 | FréttirSjálfstæðisflokkur, L-listi Bæjarlisti Akureyrar og Miðflokkur hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Saman hafa framboðin sex fulltrúa í bæjarstjórn. Ásthildur Sturludóttir verður áfram bæjarstjóri. Málefnasamningur og nánari verkaskipting verða kynnt 1. júní. -
Fundur með Njáli Trausta og Þorvaldi Lúðvík 21. maí
17.05.2022 | FréttirMálfundafélagið Sleipnir boðar til umræðufundar í Sjallanum laugardaginn 21. maí kl. 11:00. Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri NiceAir, flytja framsögu og svara fyrirspurnum. Rætt um uppbyggingu Akureyrarflugvallar, ferðaþjónustuna á Norður- og Austurlandi og NiceAir - kynning á fyrirtækinu og framtíðaráhorfum þess. Allir velkomnir - heitt á könnunni. -
Að loknum kosningum
15.05.2022 | Fréttir"Þá er þessari lærdómsríku og skemmtilegu kosningabaráttu lokið. Á bakvið Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri er ótrúlega flottur hópur af frábæru fólki sem lagði á sig gríðarlega mikla vinnu fyrir okkur Sjálfstæðismenn, fyrir það erum við þakklát. Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu okkur stuðning, takk fyrir traustið." Heimir Örn og Lára Halldóra. -
Kosningakaffi og kosningavaka
12.05.2022 | FréttirVið bjóðum í kosningakaffi og kosningavöku Sjálfstæðisflokksins á Akureyri á kosningaskrifstofunni í Sjallanum, Glerárgötu 7, á kjördegi 14. maí. Kosningakaffið verður kl. 14:00-17:00 og kosningavakan frá kl. 21:30. Allir hjartanlega velkomnir!
Nýjar greinar
-
Ræða Berglindar Óskar Guðmundsdóttur í eldhúsdagsumræðum á Alþingi
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, flutti ræðu í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að kvöldi 8. júní. -
Akureyri til forystu
20.05.2022 | GreinarGuðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, skrifar um ákvörðun sína að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála - efla þá reynslu og þekkingu sem byggst hefur upp hér í málaflokknum. -
Sjúkraflug með þyrlum
15.05.2022 | GreinarNjáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar um stöðu sjúkraflugs með þyrlum og bendir á mikilvægi þess að sjúkraþyrla verði staðsett á Akureyri. -
Ánægjuleg efri ár á Akureyri okkar allra
14.05.2022 | Greinar"Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara." Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari - skipar 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri -
Kjósum rétt fyrir Akureyri okkar allra
13.05.2022 | Greinar"Stefna Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er framsýn og byggir á heildstæðri nálgun sem öll miðar að því að fjölga íbúum og atvinnutækifærum. Þannig er hægt að auka tekjur bæjarins og hraða þeirri uppbyggingu sem víða er kallað eftir. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt framförum og festu. Á Akureyri okkar allra skiptir það miklu máli." Heimir Örn Árnason, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri -
Stoðþjónusta í skólum á Akureyri okkar allra
13.05.2022 | Greinar"Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri leggur ríka áherslu á að stoðþjónusta leik- og grunnskóla færist í auknum mæli inn í skólana sjálfa þannig að nemendur fái viðeigandi þjónustu sérfræðinga, s.s. talmeinafræðinga, sálfræðinga og þroskaþjálfa innan veggja skólans. Einnig er mikilvægt að kennarar hafi greiðan aðgang að stuðningi og ráðgjöf hvort heldur sem er kennsluráðgjafa eða annarra fagstétta." Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari - skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.