Yfirlit frétta


Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 24. júlí 2025
At­vinnu­vegaráðherra hef­ur ít­rekað látið að því liggja að stjórn­ar­andstaðan hafi „kæft“ strand­veiðifrum­varpið. Það stenst enga skoðun. Raun­veru­leik­inn er sá að rík­is­stjórn­in sjálf ber fulla ábyrgð á því að málið sigldi í strand. Staðreynd­in er sú að rík­is­stjórn­in fer með óskorað dag­skrár­vald á Alþingi. Hún ræður því hvaða mál fá for­gang og hvaða mál eru tek­in til þingloka­samn­inga. Strand­veiðifrum­varpið var aldrei sett í þann for­gang sem nauðsyn­leg­ur var til að klára málið í tæka tíð. Til marks um það var frum­varpið ekki lagt fram fyrr en 28. maí, tveim­ur heil­um mánuðum eft­ir að lög­bund­inn frest­ur rann út til að leggja fram mál á Alþingi. Því næst dróst málið í nefnd allt til loka júní og komst ekki á dag­skrá þings­ins fyrr en 8. júlí. Þegar mál eru sett svona seint fram, í miðri sum­ar­byrj­un, þarf eng­an að undra að þau nái ekki fram að ganga. Steytti á skeri und­ir for­ystu Flokks fólks­ins Vand­ræðagang­ur­inn var slík­ur í kring­um málið að flytja þurfti málið á milli ráðuneyta, til innviðaráðherra Flokks fólks­ins, flokks sem hafði lofað strand­veiðisjó­mönn­um aukn­um afla­heim­ild­um. Það lof­orð reynd­ist orðin tóm, enda steytti frum­varpið end­an­lega á skeri und­ir hans for­ystu. Viðreisn hafði frá upp­hafi eng­an raun­veru­leg­an vilja til að samþykkja málið. Það sýn­ir sig best í því að mála­flokk­ur­inn var færður á milli ráðuneyta og af­greiðslu máls­ins seinkað þar til afla­heim­ild­ir kláruðust. Niðurstaðan tal­ar sínu máli. Stjórn­ar­andstaðan hafði raun­ar aldrei í hyggju að standa í vegi fyr­ir strand­veiðifrum­varp­inu, held­ur var það ein­ung­is skort­ur á sam­stöðu og skipu­lagi inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem tafði fram­gang máls­ins. Skort­ur á sam­stöðu og vilja gerði út um málið Þegar rík­is­stjórn­in reyn­ir nú að kenna stjórn­ar­and­stöðunni um eigið klúður er hún ein­fald­lega að varpa ábyrgðinni frá sér. Dag­skrár­valdið er í hönd­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, það er óum­deilt. Hefði hún ætlað sér að tryggja 48 daga strand­veiðar hefði frum­varpið verið lagt fram fyrr, farið hratt og ör­ugg­lega í gegn­um nefnd og sett á dag­skrá þings­ins í tíma. Það er rík­is­stjórn­in sjálf sem ber alla ábyrgð á þessu klúðri. Hún hafði bæði tæk­in og tæki­fær­in til að sigla mál­inu í höfn, en skort­ur á sam­stöðu og vilja gerði út um málið. Það er í raun Viðreisn sem hafði eng­an áhuga á að af­greiða málið, enda fær­ist mála­flokk­ur ekki milli ráðuneyta að ástæðulausu. At­b­urðarás­in sýn­ir skýrt að frum­varpið átti sér í raun aldrei Viðreisn­ar von. Vilhjálmur Árnason alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 24. júlí 2025
Sjálfstæðisfélag Akureyrar og Málfundafélagið Sleipnir boða til umræðufundar í Geislagötu 5, 2. hæð, mánudaginn 28. júlí kl. 20:00. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt um stöðuna í pólitíkinni og helstu málin í þinginu á vorþinginu sem stóð fram á sumar. Allir velkomnir - heitt á könnunni
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 22. júlí 2025
Njáll Trausti Friðberts­son, alþingismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðausturkjördæmi og nefnd­armaður í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is, óskaði í morg­un eft­ir fundi í at­vinnu­vega­nefnd með at­vinnu­vegaráðherra sem haldinn verði sem fyrst. Bergþór Ólason og Jón Gunnarsson hafa tekið undir fundarbeiðnina. Tilefni þess að óskað er eftir nefndarfundi í atvinnuveganefnd er vilja­yf­ir­lýs­ing milli Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um „aukið sam­starf í mál­efn­um hafs­ins og sjáv­ar­út­vegs“ sem Hanna Katrín Friðriks­son, at­vinnu­vegaráðherra und­ir­ritaði ásamt Costas Kadis, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins 15. júlí s.l. Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir m.a.: „Í tengsl­um við und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar funduðu Hanna Katrín Friðriks­son og Costas Kadis um fjöl­mörg mál tengd fisk­veiðum og haf­inu, þar á meðal þörf­ina á heild­ar­sam­komu­lagi um skipt­ingu sam­eig­in­legra stofna í Norðaust­ur Atlants­hafi, bláa hag­kerfið og mál­efni hafs­ins. Bæði lögðu áherslu á mik­il­vægi alþjóðlegs sam­starfs til að tryggja að nýt­ing sjáv­ar­auðlinda bygg­ist á bestu fá­an­legu vís­inda­legu ráðgjöf.“ Njáll Trausti telur afar mik­il­vægt að at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is fái kynn­ingu á þess­ari vilja­yf­ir­lýs­ingu þar sem býsna stór­ir mála­flokk­ar eru und­ir sem skipta ís­lenskt at­vinnu­líf og ís­lenskt sam­fé­lag miklu máli.
17. júlí 2025
Heimsókn Ursulu von der Leyen er ekki bara kurteisisheimsókn. Hún er meðvituð pólitísk yfirlýsing, haldin á táknrænum tíma og fyrir allra augum. Í sömu viku og ríkisstjórnin undirritar viljayfirlýsingu við ESB um aukið samstarf um sjálfbærar fiskveiðar og málefni hafsins, minnumst við 50 ára útgáfu reglugerðar um 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslands. Ég fagna því hins vegar þegar alþjóðlegir leiðtogar sækja Ísland heim. Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki. Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði. Þetta er grundvallarstefnubreyting sem ber að ræða opinberlega. Við erum að horfa á stór og skipulögð skref í átt að aðild. Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum alltaf lagt ríka áherslu á gott og faglegt samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það. Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 16. júlí 2025
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, talaði lengst á vorþinginu og flutti flestar ræður og hlýtur því titilinn ræðukóngur Alþingis. Alþingi var sett hinn 4. febrúar eða fyrir rúmum fimm mánuðum. Á þeim tíma var haldinn 91 þingfundur og stóðu þeir samtals yfir í um 710 klukkustundir. Sá lengsti varði í átján og hálfan tíma og líkt og fram hefur komið var lengsta umræðan um veiðigjöld en rætt var um málið í um 162 klukkustundir. Njáll Trausti talaði í 1.548 mínútur eða tæpar 26 klukkustundir. Í viðtali við vísir.is segir Njáll Trausti: " Það er búið að vera mikil umræða um mörg stór mál síðan í byrjun febrúar og þetta er kannski svolítið mikið á mínum þekkingarsviðum og áhugasviðum sem umræðan hefur verið. Þannig það er bara áhugavert að lenda í þessari stöðu". Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest, eða í 1.509 mínútur og þar á eftir er Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, sem talaði í 1.492 mínútur. Í fjórða sæti er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem talaði í 1.399 mínútur. Njáll Trausti segir umræðuna um veiðigjöld standa upp úr þar á þinginu sem hann hafi viðrað áhyggjur sínar af áhrifum breytinganna á sjávarþorp í kringum landið. "En svo höfum líka verið að ræða varnar- og öryggismálin, búin að ræða innviði í samfélaginu, og ég hef haft mikinn áhuga á samgöngumálum og raforkumálum". Njáll Trausti segir þingveturinn hafa verið sérstakan að mörgu leyti en bindur vondir við gott samstarf í haust. "Vonandi er skárri þingvetur fram undan en það sem við höfum verið að upplifa síðustu mánuði, sem ég held að sé alveg fordæmalaust".
14. júlí 2025
Forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, skrifaði sjálfa sig í sögubækurnar fyrir helgi þegar henni, fyrst forsætisráðherra í 66 ár, mistókst að miðla málum - og það í skattamáli. Fordæmið sem hún setti mun vofa yfir öllum þingstörfum um ókomna tíð. Leikritið sem sett var á svið til þess að réttlæta aðför meirihlutans að lýðræðinu var vel skrifað og því vel leikstýrt. Í dag blasir auðvitað við það sem okkur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafði lengi grunað: Að svona átti þetta alltaf að fara. Fagleg vinna í þinginu, lögbundið samráð við hagsmunaaðila og samtal við minnihluta þóttu lengi, og þar til fyrir mjög stuttu, sjálfsagðar reglur í þinginu. Forverar Kristrúnar Frostadóttur síðastliðin 66 ár byggðu á þessum reglum þegar þau komu öllum þingmálum í gegnum þingið frá 1959. Nú voru þessar reglur hafðar að engu, og skattahækkun Kristrúnar Frostadóttur lamin í gegn. Meirihlutinn talar um réttlæti. Hann segir að búið sé að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og þetta muni ekki hafa nein áhrif á sveitarfélögin í landinu. Tölum þá bara um tölurnar eins og þær eru. Meðalstór útgerð á Patreksfirði eins og Oddi mun sjá á eftir 75-80% af rekstrarafkomu í opinber gjöld. Hraðfrystihús Gunnvarar á Ísafirði mun greiða um 91% af afkomu fyrirtækisins í opinber gjöld. Fyrirtæki í Fjarðabyggð munu greiða þrjá milljarða aukalega í skatt. Þetta eru fyrirtæki sem fjárfest hafa fyrir tugi milljarða í heimabyggð undanfarin ár. Nú er þeim sagt að betur færi á að opinberir starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu ráðstafi því fé. Þetta sama fólk heldur því fram, gegn betri vitund vona ég, að þetta muni engin áhrif hafa á samfélagið á Patreksfirði, á Ísafirði, heima í Fjarðabyggð og í sjávarþorpum um allt land. Kristrún, Þorgerður og Inga voru tilbúnar til þess að taka lýðræðið úr sambandi til að hækka skatta á sjávarútveginn. Framundan eru skattahækkanir á ferðaþjónustuna, útsvarshækkanir, hækkun tryggingagjalds og afnám samsköttunar hjóna svo eitthvað sé nefnt. Í dag var það sjávarútvegurinn. Hver er næstur? Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Eftir Stefán Friðrik Stefánsson 11. júlí 2025
Það er dimmt yfir Alþingi á römmu pólitísku hásumri. Beitt er kjarnorkuákvæði til að ljúka þinglegri umræðu um skattahækkunarfrumvarp á byggðir landsins, stoðir samfélagsins, með augljósum vondum afleiðingum. Leikritið í þinginu í gær var augljós fyrirboði þess að samningaleiðin um þinglok var ekki lengur fyrir hendi, leitað leiða til að réttlæta yfirvofandi gjörning. Stóra málið er nefnilega að Kristrún Frostadóttir er fyrsti forsætisráðherrann í tæpa sjö áratugi sem springur á limminu í einhverju dramakasti - mistekst að ná sáttum við þinglok á Alþingi. Undir fögru yfirbragði blundar nefnilega dramb og algjör skortur á leiðtogahæfileikum. Skömm Kristrúnar er mikil, hún vinnur ekki á við frekari völd og hefur ekki lyndiseinkenni til að vera farsæll leiðtogi. Katrín Jakobsdóttir var vakin og sofin yfir farsæld þingsins og lagði oft mikið af mörkum til að ná samningum við stjórnarandstöðuna og tryggja góðan þingbrag með forystu sinni. Hún stóð í stormi mikilla átaka og erfiðra mála, en náði engu að síður að vera farsæll samningamaður við ríkisstjórnarborðið þegar stór mál voru í miklum þingstormi. Kristrún hefði getað tekið Katrínu sér til fyrirmyndar í vinnubrögðum en fer í hina áttina, ræður ekki við hlutverk sitt og fer í fýlukast eins og smástelpan í afmælinu sem fékk ekki nógu stóra tertusneið. Þarna er skapað vont fordæmi sem á eftir að koma í hausinn á valkyrjunum þremur sem leiða þessu aumu ríkisstjórn. Þarna er inngrip í þingræðið sem mun ekki líta vel út í sögubókum framtíðar. Geislavirkt fordæmi og vondur fyrirboði um samstarfið í þinginu á þessu kjörtímabili. Stefán Friðrik Stefánsson ritstjóri Íslendings og varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
11. júlí 2025
Í dag braut ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur blað í lýðveldissögunni, og því miður ekki til góðs. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpa rótgrónum siðum og hefðum Alþingis, ekki vegna neyðar eða þjóðaröryggis, heldur vegna skattahækkana. Kjarnorkuákvæðið, eins og það er kallað, er ekki nefnt svo að ástæðulausu. Það er neyðarúrræði og hefur einungis tvisvar verið beitt í lýðveldissögunni: Árið 1949 við inngöngu Íslands í NATO og árið 1959 til að afstýra því að öll starfsemi hins opinbera stöðvaðist. Aldrei síðan. Ekki í einu einasta máli sem hefur komið til kasta Alþingis. Ekki í Icesave. Ekki í Orkupakka þrjú. Ekki í EES-samningnum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ákvað í dag að beita þessu ákvæði til að troða á þingræðishefð Íslendinga og þvinga í gegn umdeildu frumvarpi um hækkun veiðigjalda. Þannig hefur Kristrún Frostadóttir markað sín spor í þingsöguna og sett fordæmi fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar um að taka lýðræðið úr sambandi með beitingu kjarnorkuákvæðisins. Ekki vegna þjóðarvár. Ekki vegna neyðarástands. Heldur vegna skattahækkunar. Það er okkur sjálfstæðismönnum þvert um geð. Sögulegur smánarblettur á ríkisstjórninni - hvað næst? Kristrún áttar sig kannski ekki á því í dag, en þessi dagur verður skrifaður í sögubækurnar sem smánarblettur ríkisstjórnar hennar. Hún er fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Það er og verður hennar arfleifð, á sínu fyrsta þingi sem forsætisráðherra. Henni kann að þykja þægilegt að þagga niður í andstæðingum sínum í dag. En þeir sem ryðja burt leikreglunum þurfa að vera tilbúnir að spila leikinn án þeirra sjálfir. Með fordæminu sem Kristrún setti í dag fær hún ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar. Forsætisráðherra mun koma til með að sjá eftir þessum degi. Ef ríkisstjórn Kristrúnar er tilbúin að beita þessu ákvæði til þess að hækka skatta, hvernig mun hún þá beita ákvæðinu næst? Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn öllum skattahækkunum Við sjálfstæðismenn höfum séð á fyrstu mánuðum þessarar ríkisstjórnar að hún megi ekki heyra á skatta minnst án þess að vilja hækka þá. Á næstu misserum ætlar ríkisstjórnin að hækka skatta á 80 þúsund Íslendinga með því að þvinga sveitarfélög til þess að hafa útsvarið í botni. Til stendur að ráðast á fjölskyldur með því að afnema samsköttun hjóna. Þá á að hækka skatta á ferðaþjónustuna og allan almenning með upptöku kílómetragjalds. Og ekki nóg með það, þá á að skattleggja sjálft heita vatnið hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins. Vitleysan virðist ekki eiga sér nein takmörk, en við þekkjum hvernig vinstri stjórnir fortíðarinnar umgangast skattfé almennings og Kristrún telur Jóhönnustjórnina greinilega vera gott fordæmi um hvernig stýra eigi landinu. Jóhönnu auðnaðist þó að ljúka þingi með samningum ólíkt núverandi forsætisráðherra. Áhrif skattastefnunnar munu koma fram. Á fjögurra ára kjörtímabili verður enginn óhultur. Allir munu komast að í röðinni. Og á meðan ríkisstjórnin gerir ráð fyrir nýjum skatttekjum án þess að taka á útgjaldavandanum, þá blasir svarið við: Ríkisstjórnin mun sækja peningana í vasa skattgreiðenda með einum eða öðrum hætti, og ef marka má daginn í dag, án umræðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu verið sakaður um sérhagsmunagæslu. Hvað slíka orðræðu varðar hef ég aðeins eitt að segja: Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast gegn öllum skattahækkunum, sem leggjast munu á ykkur, fólkið í landinu, af sömu hörku.. Grunngildi gegn gerræði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði í gær að þetta mál væri „orrustan um Ísland“. En orrustan um Ísland hefst ekki fyrr en á næsta ári, þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar að þröngva okkur inn í Evrópusambandið. Það er hægt að snúa þessari vegferð við. Því þó að ríkisstjórnin hafi kosið að beita valdi í stað umræðu, hroka í stað samráðs, þá munum við sjálfstæðismenn standa með fólkinu í landinu. Með lýðræðinu. Með fullveldinu. Með skynseminni. Nú reynir á okkur sjálfstæðismenn að standa saman og sækja fram með grunngildin að vopni gegn forræðishyggjustjórn Kristrúnar – fyrir lýðræðið, fyrir atvinnulífið, fyrir lífsgæði almennings. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins
4. júlí 2025
Sjálfstæðisflokkurinn stendur staðfastur í veiðigjaldamálinu vegna einskis annars en okkar sannfæringar. Ég er ekki í pólitík til að segja fólki bara það sem það vill heyra. Ég er ekki í pólitík til að bogna undan árásum andstæðinga okkar. Ég er í pólitík til að standa vörð um grundvallaratriði. Ég er hér til að standa með því sem er rétt. Með fólkinu sem byggir þetta land upp með vinnu sinni. Það er stundum látið í veðri vaka að við séum að verja fámennan hóp. En það er einfaldlega rangt. Við stöndum með fólkinu sem mætir til vinnu á hverjum degi. Með þeim sem halda atvinnulífinu gangandi. Með byggðunum um allt land þar sem fólk hefur byggt sér líf og framtíð. Við höfum boðið málamiðlanir. Vegna þess að við trúum á samtal og lausnir sem byggja á fagmennsku og traustum forsendum. Ríkisstjórnin hefur kosið að hlusta ekki á varnaðarorð þeirra sem þekkja málið best. Ábyrgðin á stöðunni sem nú er uppi liggur ekki hjá okkur. Hún liggur hjá þeim sem kjósa að loka eyrunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei elt vinsældir. Við látum ekki stjórnast af popúlískum vindum. Við höfum þá bjargföstu trú að öflugt atvinnulíf sé grunnstoð þeirrar velferðar sem við höfum byggt upp á Íslandi. Og það er skylda okkar að standa vörð um það. Sagan mun sýna hverjir raunverulega stóðu með almenningi í þessu landi. Hverjir það voru sem stóðu vörð um störf, fjölbreytt atvinnulíf, nýsköpun og verðmætasköpun. Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn standa réttu megin við línuna. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins
23. júní 2025
Alþingi hef­ur nú til meðferðar frum­varp um hækk­un veiðigjalda. Fyr­ir ligg­ur að áhrif frum­varps­ins munu leggj­ast mjög misþungt á ólíka lands­hluta. Sé litið til Norðaust­ur­kjör­dæm­is aukast byrðarn­ar hvergi meira. Fram kem­ur í sam­an­tekt KPMG, sem unn­in var fyr­ir Sam­tök sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga, að álögð veiðigjöld í Norðaust­ur­kjör­dæmi hækki um 3,2 millj­arða króna að teknu til­liti til staðsetn­ing­ar starf­sem­inn­ar. At­hygli vek­ur að hækk­un­in leggst að lang­mestu á tvö kjör­dæmi, Suður­kjör­dæmi og Norðaust­ur­kjör­dæmi, eða um 75% af hækk­un­inni. 41 pró­sent í Norðaust­ur­kjör­dæmi Verði hið nýja frum­varp um hækk­un veiðigjalda samþykkt mun sjáv­ar­út­veg­ur í Norðaust­ur­kjör­dæmi þurfa að standa und­ir tæp­lega helm­ingi allr­ar gjald­töku rík­is­ins. Um leið og rík­is­stjórn­in boðar skatt­heimt­una kveður hún upp úr með að „þjóðin styðji hærri veiðigjöld“. Það er eng­in furða þegar stærst­ur hluti þjóðar­inn­ar býr inn­an vernd­ar­veggja höfuðborg­ar­svæðis­ins, þar sem skatt­byrðin er sára­smá og niðurstaðan því fyr­ir­fram aug­ljós. Til sam­an­b­urðar mun aukn­ing á skatt­heimtu á höfuðborg­ar­svæðinu og Suðvest­ur­landi nema ein­ung­is um 0,5 millj­örðum. Erfitt er að neita því að hér sé um lands­byggðarskatt að ræða. Ef kraf­an er auk­in skatt­heimta – hvar er jafn­ræðið? Við get­um deilt um hvort ríkið eigi að hækka auðlinda­gjöld, en ef stefn­an er fólg­in í auk­inni skatt­heimtu hlýt­ur sama regla að gilda um all­ar at­vinnu­grein­ar sem nýta sam­eig­in­leg­ar auðlind­ir. Ef mark­miðið er að sam­fé­lagið njóti arðs af sam­eig­in­leg­um auðlind­um, verður skatt­kerfið að gæta að jafn­ræði milli auðlinda, milli lands­hluta og milli at­vinnu­greina. Met­fjár­fest­ing­ar í sjáv­ar­út­vegi – og marg­föld veiðigjöld Á ár­un­um 2020-2023 fjár­festu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í Norðaust­ur­kjör­dæmi fyr­ir um 75 millj­arða króna, nær 90 pró­sent af upp­söfnuðum hagnaði sama tíma­bils. Arðgreiðslu­hlut­fallið lá á bil­inu 10-25 pró­sent, en greidd veiðigjöld voru marg­föld á við arðinn. Ef frum­varpið nær fram að ganga hækk­ar þessi gjald­byrði enn og dreg­ur fjár­magn frá verðmæta­sköp­un sem byggðarlög­in treysta á. … en önn­ur auðlinda­nýt­ing slepp­ur Á sama fjög­urra ára tíma­bili hagnaðist Orku­veita Reykja­vík­ur um 32,5 millj­arða króna og greiddi eig­end­um sín­um 16,5 millj­arða í arð – rúm­an helm­ing hagnaðar­ins. Eng­in auðlinda­gjöld féllu þó á fyr­ir­tækið. Okk­ur er ekki í mun að kasta rýrð á Orku­veit­una, held­ur benda á ósam­ræmið: Ef fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi eiga að greiða hærri gjöld fyr­ir nýt­ingu auðlinda, hvers vegna gild­ir þá ekki sama hugs­un um önn­ur fyr­ir­tæki sem njóta góðs af sam­eig­in­leg­um nátt­úru­auðlind­um þjóðar­inn­ar? Lands­byggðarskatt­ur á ster­um Sjáv­ar­út­veg­ur er víða burðarás at­vinnu­lífs lands­byggðanna. Þegar ríkið legg­ur megnið af nýj­um gjöld­um á þessa einu at­vinnu­grein – á meðan aðrir auðlinda­nýt­end­ur eru und­an­skild­ir – hlýt­ur niðurstaðan að vera ský­laus mis­mun­un gegn lands­byggðinni. Þessi skatt­byrði bitn­ar á fjár­fest­ingu, at­vinnu­tæki­fær­um og lífs­kjör­um fólks sem býr, starfar og legg­ur sitt af mörk­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Kall til Alþing­is Við hvetj­um Alþingi til að staldra við. Ef vilji er til auk­inn­ar skatt­heimtu, sem við vör­um við, þarf byrðin að dreifast sann­gjarn­ara. Jafn­ræði milli at­vinnu­greina og lands­hluta er for­senda þess að auðlinda­gjöld verði bæði rétt­lát og sjálf­bær. Lands­byggðin get­ur ekki verið tekju­lind­in ein og sér. Heimir Örn Árnason formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar Ragnar Sigurðsson formaður bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins
Sjá fleiri fréttir