22. júlí 2025

Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd

Njáll Trausti Friðberts­son, alþingismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðausturkjördæmi og nefnd­armaður í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is, óskaði í morg­un eft­ir fundi í at­vinnu­vega­nefnd með at­vinnu­vegaráðherra sem haldinn verði sem fyrst. Bergþór Ólason og Jón Gunnarsson hafa tekið undir fundarbeiðnina.

Tilefni þess að óskað er eftir nefndarfundi í atvinnuveganefnd er vilja­yf­ir­lýs­ing milli Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um „aukið sam­starf í mál­efn­um hafs­ins og sjáv­ar­út­vegs“ sem Hanna Katrín Friðriks­son, at­vinnu­vegaráðherra und­ir­ritaði ásamt Costas Kadis, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins 15. júlí s.l.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir m.a.: „Í tengsl­um við und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar funduðu Hanna Katrín Friðriks­son og Costas Kadis um fjöl­mörg mál tengd fisk­veiðum og haf­inu, þar á meðal þörf­ina á heild­ar­sam­komu­lagi um skipt­ingu sam­eig­in­legra stofna í Norðaust­ur Atlants­hafi, bláa hag­kerfið og mál­efni hafs­ins. Bæði lögðu áherslu á mik­il­vægi alþjóðlegs sam­starfs til að tryggja að nýt­ing sjáv­ar­auðlinda bygg­ist á bestu fá­an­legu vís­inda­legu ráðgjöf.“

Njáll Trausti telur afar mik­il­vægt að at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is fái kynn­ingu á þess­ari vilja­yf­ir­lýs­ingu þar sem býsna stór­ir mála­flokk­ar eru und­ir sem skipta ís­lenskt at­vinnu­líf og ís­lenskt sam­fé­lag miklu máli.