17. júlí 2025
Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands í ESB-baráttunni

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar um ESB-leikrit ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf lagt ríka áherslu á gott og faglegt samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. En gera verði skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland eigi ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það.
Heimsókn Ursulu von der Leyen er ekki bara kurteisisheimsókn. Hún er meðvituð pólitísk yfirlýsing, haldin á táknrænum tíma og fyrir allra augum. Í sömu viku og ríkisstjórnin undirritar viljayfirlýsingu við ESB um aukið samstarf um sjálfbærar fiskveiðar og málefni hafsins, minnumst við 50 ára útgáfu reglugerðar um 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslands.
Ég fagna því hins vegar þegar alþjóðlegir leiðtogar sækja Ísland heim. Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki.
Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði. Þetta er grundvallarstefnubreyting sem ber að ræða opinberlega.
Við erum að horfa á stór og skipulögð skref í átt að aðild. Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð.
Við í Sjálfstæðisflokknum höfum alltaf lagt ríka áherslu á gott og faglegt samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það.
Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar.
Guðrún Hafsteinsdóttir
formaður Sjálfstæðisflokksins
Ég fagna því hins vegar þegar alþjóðlegir leiðtogar sækja Ísland heim. Það er mikilvægt að við séum virkir þátttakendur í samtali um efnahagsmál, samkeppnishæfni og framtíð norðurslóða. En við skulum ekki loka augunum fyrir því sem liggur augljóslega að baki.
Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsir því yfir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild, tíu árum eftir að hún var formlega dregin til baka. Utanríkisráðherra heldur því fram að þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Þjóðin hefur ekki sagt neitt slíkt. Það var ekki rætt í kosningabaráttunni og ekkert slíkt liggur fyrir á Alþingi. Þá hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að hefja samningaviðræður við ESB um varnarmál Íslands. Slíkt er ekki formsatriði. Þetta er grundvallarstefnubreyting sem ber að ræða opinberlega.
Við erum að horfa á stór og skipulögð skref í átt að aðild. Ísland er ekki í Evrópusambandinu og varnarmál okkar eru rædd innan Atlantshafsbandalagsins. Ef breyta á þeirri stöðu, hvort sem það felur í sér inngöngu í Evrópusambandið eða að færa varnarmál Íslands á annan vettvang en NATO, þá verður það ekki gert nema með skýru umboði frá þingi og þjóð.
Við í Sjálfstæðisflokknum höfum alltaf lagt ríka áherslu á gott og faglegt samstarf við önnur ríki og alþjóðastofnanir. En við gerum skýran greinarmun á samstarfi og yfirráðum. Ísland á ekki að láta aðra móta stefnu okkar í sjávarútvegi, orkumálum, eða varnarmálum. Það er okkar að gera það.
Við munum ekki sitja hljóð og horfa á meðan þessu er stýrt áfram með þöglu samþykki. Við ætlum að leiða umræðuna um þessi stóru mál. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um hagsmuni Íslands. Við viljum framtíð byggða á frelsi, ábyrgð og traustri þátttöku í alþjóðasamfélaginu - en á forsendum þjóðarinnar sjálfrar.
Guðrún Hafsteinsdóttir
formaður Sjálfstæðisflokksins