24. júlí 2025

Fundur með Njáli Trausta 28. júlí

Sjálfstæðisfélag Akureyrar og Málfundafélagið Sleipnir boða til umræðufundar í Geislagötu 5, 2. hæð, mánudaginn 28. júlí kl. 20:00.

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, flytur framsögu og svarar fyrirspurnum. Rætt um stöðuna í pólitíkinni og helstu málin í þinginu á vorþinginu sem stóð fram á sumar.

Allir velkomnir - heitt á könnunni