16. október 2015

Ungir sjálfstæðismenn á Akureyri selja bindisnælur

Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur hafið sölu á bindisnælum með fálkanum, merki Sjálfstæðisflokksins, í. Félagið lét framleiða nælurnar og mun allur ágóði sölunnar renna til félagsstarfs ungra sjálfstæðismanna á Akureyri.

Hægt verður að kaupa nælurnar í Pedromyndum, Skipagötu 16 (milli 10-18) og á helstu viðburðum á vegum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Félagið mun selja nælurnar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík helgina 23. til 25. október nk.

Silfruð bindisnæla kostar 2.500 kr. og gyllt bindisnæla kostar 3.000 kr.