8. desember 2015
Gunnar óskar eftir umræðu um snjómokstur í bæjarráði


Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, mun taka verklag við snjómokstur á Akureyri upp á fundi bæjarráðs á fimmtudag. Gunnar bendir á það í færslu á facebook-síðu sinni að snjór á gangstéttum og göngustígum hafi ekki verið hreinsaður við marga af skólum bæjarins, sem leiði til aukinnar slysahættu.
Skólabörn hafi því gengið meira og minna á götunum sem eru ekki mjög breiðar. Þessi staða kalli því á endurskoðun verklags og meiri umræðu um tilhögun snjómoksturs í sveitarfélaginu.