10. desember 2015
Bæjarmálafundur 13. desember


Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins á Akureyri verður haldinn í Kaupangi sunnudaginn 13. desember kl. 20:00.
Bæjarfulltrúar flytja framsögu um bæjarmálin - nefndarmenn gera grein fyrir stöðu mála í sínum nefndum. Rætt um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar, en seinni umræða fer nú fram í bæjarstjórn.
Sjálfstæðismenn eru eindregið hvattir til að mæta og ræða bæjarmálin.