8. september 2021
Fjölskylduhátíð og gleðskapur - opnun kosningaskrifstofu á Akureyri 11. september


Sjálfstæðisflokkurinn í Norðausturkjördæmi býður til fjölskylduhátíðar og gleðskapar við opnun kosningaskrifstofu flokksins að Glerárgötu 28, Akureyri laugardaginn 11. september nk.
Glens, grill og gaman við hæfi allra kl. 12:00. Sérstakur gestur: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Um kvöldið kl. 20:00 verður gleðskapur á kosningaskrifstofunni. Spjall við frambjóðendur og léttar veitingar í boði.
Hlökkum til að hitta ykkur!