12. mars 2022
Berglind Harpa Svavarsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi


Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður, er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi þegar úrslit hafa verið birt úr prófkjöri flokksins í sveitarfélaginu. Berglind Harpa hlaut 199 atkvæði í fyrsta sæti.
Röð fimm efstu sæta eftir lokaniðurstöður eru svohljóðandi:
- sæti: Berglind Harpa Svavarsdóttir með 199 atkvæði.
- sæti: Ívar Karl Hafliðason með 98 atkvæði í 1.-2. sæti.
- sæti: Guðný Lára Guðrúnardóttir með 137 atkvæði í 1.-3. sæti.
- sæti: Ólafur Áki Ragnarsson með 150 atkvæði í 1.-4. sæti.
- sæti: Einar Freyr Guðmundsson með 190 atkvæði í 1.-5. sæti.
314 einstaklingar greiddu atkvæði og voru 302 atkvæði gild.
Frekari sundurliðun atkvæða má nálgast hér .