20. febrúar 2019
Að loknum aðalfundi í Vörn, félagi sjálfstæðiskvenna


Aðalfundur Varnar, félags sjálfstæðiskvenna á Akureyri, var haldinn í Kaupangi í kvöld. Svava Þ. Hjaltalín var endurkjörin formaður Varnar. Svava hefur setið í stjórn Varnar frá árinu 2011, var varaformaður 2011-2012 og formaður frá 2012.
Auk Svövu voru kjörnar í aðalstjórn: Gerður Ringsted, varaformaður, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Emilía Bára Jónsdóttir og Heiðrún Ósk Ólafsdóttir. Í varastjórn voru kjörnar: Íris Ósk Gísladóttir, Hjördís Stefánsdóttir og Sigríður Margrét Jónsdóttir.
Nýkjörinni stjórn Varnar er óskað til hamingju með kjörið og góðs gengis í félagsstörfum á næsta starfsári.