25. febrúar 2019
Að loknum aðalfundi í Sjálfstæðisfélagi Hríseyjar


Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Hríseyjar var haldinn í gær. Kristinn Frímann Árnason var endurkjörinn formaður. Kristinn Frímann var varaformaður félagsins 2005-2010 en hefur síðan verið formaður. Kristinn hefur verið formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi frá árinu 2014.
Auk Kristins voru kjörnir í aðalstjórn: Narfi Björgvinsson, varaformaður, Hrafnhildur Sigurðardóttir, gjaldkeri, Heimir Sigurgeirsson og Smári Thorarensen. Í varastjórn voru kjörnir: Árni Kristinsson og Þröstur Jóhannsson.
Nýkjörinni stjórn Sjálfstæðisfélags Hríseyjar er óskað til hamingju með kjörið og góðs gengis í félagsstörfum á næsta starfsári.