28. febrúar 2019

Að loknum aðalfundi í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri

Ásgeir Örn Blöndal var endurkjörinn formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri á aðalfundi í Kaupangi í kvöld. Ásgeir Örn hefur gegnt formennsku í fulltrúaráðinu í rúmt ár. Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar um lagabreytingu með nánari reglum um boðun aðalfunda og skýrari reglum um lagabreytingartillögur.

Auk Ásgeirs voru Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, Jón Orri Guðjónsson og Rúnar Sigurpálsson kjörin í aðalstjórn fulltrúaráðs á aðalfundinum. Auk þeirra sitja í stjórn formenn sjálfstæðisfélaganna á Akureyri;

Anna Rósa Magnúsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar
Ívar Breki Benjamínsson, formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna
Kristinn Frímann Árnason, formaður Sjálfstæðisfélags Hríseyjar
Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Málfundafélagsins Sleipnis
Svava Þ. Hjaltalín, formaður Varnar, félags sjálfstæðiskvenna

Í varastjórn fulltrúaráðs voru kjörin: Guðmundur Þ. Jónsson, Þórunn Sif Harðardóttir, Harpa Halldórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson.