Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri 28. febrúar


Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn í Kaupangi fimmtudaginn 28. febrúar nk. kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinum verður tekin fyrir lagabreytingartillaga frá stjórn fulltrúaráðs um nánari reglur um aðalfundarboðun og lagabreytingar.
Seturétt á fundinum hafa þeir sem hafa verið til þess kjörnir á aðalfundum sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi, samkvæmt lögum fulltrúaráðsins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningsskil
3. Kjör stjórnar
4. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
5. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð
6. Lagabreytingar
7. Önnur mál
Skv. 5. gr. laga fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri skal aðalfundur kjósa: "fjóra menn í stjórn og þar af er formaður sem skal kjörinn sérstaklega. Auk þess skal kjósa fjóra til vara."
Framboð skal tilkynna til formanns fulltrúaráðsins
F.h. stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri,
Ásgeir Örn Blöndal, formaður