Að loknum aðalfundi í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar


Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar var haldinn í Kaupangi í kvöld. Anna Rósa Magnúsdóttir var endurkjörin formaður félagsins. Hún hefur gegnt formennsku frá 2018 og setið í stjórn frá 2016.
Elías Gunnar Þorbjörnsson, Finnur Sigurgeirsson, Jóhann Gunnar Kristjánsson og Þórunn Sif Harðardóttir voru einnig kjörin í aðalstjórn. Í varastjórn sitja María H. Marinósdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Þórarinn Kristjánsson, Bjarni Sigurðsson og Þórhallur Jónsson.
Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar að félagsgjald verði óbreytt, 2.500 kr. á starfsárinu og var stjórn falið að innheimta gjaldið.
Nýkjörinni stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar er óskað til hamingju með kjörið og góðs gengis í félagsstörfum á næsta starfsári.