Að loknum aðalfundi í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar


Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar var haldinn í Kaupangi 15. febrúar sl. Jóhann Gunnar Kristjánsson var endurkjörinn formaður félagsins. Jóhann Gunnar hefur setið í stjórn frá árinu 2019 og verið formaður frá 2020.
Með Jóhanni Gunnari í stjórn félagsins voru kjörin: Ásgeir Högnason, Fannberg Jensen, Hildur Brynjarsdóttir og Þórunn Sif Harðardóttir. Í varastjórn voru kjörin: Bjarni Sigurðsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Íris Ósk Gísladóttir, Valdemar Karl Kristinsson og Þórhallur Jónsson.
Á fundinum var samþykkt tillaga um að innheimta félagsgjald að upphæð 4.500 kr.
Nýkjörinni stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar er óskað til hamingju með kjörið og góðs gengis í félagsstörfum á næsta starfsári.